Sinnuleysi Vegagerðar - sagan endalausa Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar 19. júlí 2019 09:15 Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herjólfur Vestmannaeyjar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í mars á þessu ári skrifaði undirrituð grein á eyjar.net sem endaði á orðunum: „Er biðlund Vestmannaeyinga ótæmandi auðlind? Með mannanna verkum er nú verið að skerða tækifæri ferðaþjónustunnar og lífsgæði íbúa. Það er fullkomlega ólíðandi að samfélaginu okkar séu sýnd þau skilaboð að við getum bara beðið." Þessi orð eiga því ver og miður jafn vel við í dag og þá. Miklir hagsmunir í húfi Herjólfur IV hefur nú í 34 daga verið bundinn við bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Hefði nýja ferjan hafið siglingar frá fyrsta degi hefði á þessu tímabili verið hægt að ferja 11.000 fleiri farþega og hátt í 6.000 fleiri bíla miðað við hámarksflutningsgetu en ferjan ber um 23 fleiri farþega í hverri ferð og 10-12 fleiri bíla. Þessar tölur skipta ekki bara ferðaþjónustufyrirtæki í Vestmannaeyjum miklu máli, eða þá sem vilja sækja okkur heim, heldur skiptir þetta stórkostlegu máli fyrir lífsgæði heimamanna að þurfa ekki að sitja á biðlistum í von og óvon um að geta farið ferða sinni að heiman og heim. Hver ber ábyrgð á að upplýsa upplýsingafulltrúann? Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar er því miður ekki betur upplýstur en svo að á orðum hans má skilja að gamla ferjan geti bara vel sinnt þessu áfram og það liggi nú ekki svo rosalega á þessu. Ég hef verulegar áhyggjur ef þetta er sá skilningur og þau skilaboð sem fulltrúar Vegagerðarinnar hafa upplifað í gegnum samskipti sín við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum. Hver dagur skiptir samfélagið okkar gríðarlegu máli og þýðir að c.a. 170 færri bílar og 320 færri einstaklingar komast með ferjunni á degi hverjum en ella.Enn og aftur fáum við að bíða Smíði ferjunnar var slegið á frest í hruninu og við þurftum að bíða í hátt í áratug eftir að fá afhenta ferju sem væri sérhönnuð til siglinga til Landeyjahafnar. Afhendingunni sem var áætluð fyrir síðustu áramót var svo seinkað þar til í vor og loks þegar ferjan var tilbúin tóku við langar samningaviðræður við smíðastöðina sem reyndu verulega á þolrif Vestmannaeyinga. Þegar ferjan kom loks heim var því blásið til stórhátíðar í Vestmannaeyjum en sá fögnuður virðist sannarlega hafa verið ótímabær. Fjárfesting á fimmta milljarð í frosti Þessar aðstæður eru með öllu óásættanlegar, ekki bara fyrir Vestmannaeyinga heldur landsmenn alla. Búið er að fjárfesta fyrir milljarða af almannafé í samgöngubót sem ekki er hægt að nýta af því að aðstæður hér heima fyrir eru skyndilega að koma fulltrúum Vegagerðarinnar í opna skjöldu. Aðstæður sem öllum hlutaðeigandi ættu að hafa verið kunnar og lágu fyrir við undirskrift nýsmíðarinnar eru nú eina hindrunin við siglingar nýju ferjunnar. Það er ekki bara grátlegt, það er fullkomlega óboðlegt. Seinkun á framkvæmdum í Landeyjahöfn Að sama skapi hefur framkvæmdum í Landeyjahöfn sem tryggja eiga aukna nýtingu hafnarinnar verið slegið á frest án þess að fyrir liggi framkvæmdaáætlun um hvernig standa eigi að dýpkun hafnarinnar á vetrarmánuðum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar sem meirihlutinn tók undir sem fólst í að slík áætlun þyrfti að liggja fyrir og að tryggja þurfi nægt dýpi við Landeyjarhöfn allt árið um kring til að hámarka nýtingu ferjunnar og til að höfnin geti orðið sú heilsárshöfn sem henni er ætlað að verða. Starfsfólk Herjólfs staðið sig vel Ég vil að endingu nýta tækifærið og þakka öflugu starfsfólki Herjólfs ohf. sem stendur sig vel undir erfiðum kringumstæðum, þjónustustigið hefur farið stigvaxandi og fljótt brugðist við þegar nauðsyn krefur líkt og markmiðið var með yfirtöku rekstursins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun