Nú er komið að okkur Þorvaldur Gylfason skrifar 24. janúar 2019 07:00 Reykjavík – Algengast er í lífi manna að hver búi að sínu. Það er reglan. Menn hafast ólíkt að og bera mismikið úr býtum. Yfirleitt skeyta menn mest um eigin hag og minna um aðra. Börn þekkja þetta: Þeim farnast jafnan betur í félagi við ástríka foreldra en í umsjón óvandabundins fólks. Samt skeytum við flest um annað fólk. Við finnum til með þeim sem höllum fæti standa, bæði samfélagið og einstaklingarnir hver og einn. Skattgreiðslur efnafólks eru víða notaðar skv. lögum til að standa straum af þjónustu handa þeim sem minna mega sín. Margir láta af fúsum vilja fé af hendi rakna til fátækra. Flestir fara betur með eigið fé en annarra þar eð sjálfs þykir höndin hollust þótt nær væri að hafa það heldur á hinn veginn. Í þessum eðlismun eru fólgnir almennir kostir heilbrigðs einkaframtaks umfram ríkisrekstur nema þegar algild rök hníga að ríkisafskiptum, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum, samgöngum o.fl. Í fullkomnum heimi myndu menn hvorki gera upp á milli eigin barna og annarra né heldur milli eigin fjár og annarra. Almannavaldinu er ætlað að jafna metin svo að einkahagur og almannahagur geti farið saman. Listin er að draga þar mörkin milli einkaframtaks og almannahagsmuna, milli fólks og fyrirtækja og milli samfélagshópa að flestir geti vel við unað og haldið friðinn. Og þá er ég kominn að efni máls míns.Þegar hlutföllin raskast Skipting auðs og tekna milli manna og hópa hefur allajafna engin umtalsverð áhrif á samninga um kaup og kjör á vinnumarkaði. Þar er almenna reglan sú að hvert verklýðsfélag semur við vinnuveitendur fyrir hönd umbjóðenda sinna án þess að horfa til annarra hópa að því gefnu að atvinnulífið, tekjuskiptingin og launahlutföllin hafi haldizt í sæmilega föstum skorðum svo sem algengast er. Þá dugir flestum launþegum að miða kaupkröfur sínar við eigin afköst, þróun fyrri ára og ástand efnahagslífsins. Raskist launahlutföll verulega á þessi regla þó ekki lengur við því þá finnst mörgum launþegum eðlilegt að reyna að rétta sinn hlut gagnvart öðrum. Menn meta afkomu sína ekki aðeins í ljósi eigin tekna og eigna þegar allt kemur til alls heldur einnig í samanburði við aðra, einkum ef hlutföllin raskast verulega og einkum og sér í lagi ef tilteknir hópar – t.d. embættismenn, forstjórar, stjórnmálamenn – ryðjast fram fyrir aðra. Ef laun lækna hækka til muna sækjast hjúkrunarfræðingar eftir hliðstæðri hækkun. Sama á við um flugmenn og flugfreyjur o.s.frv. Einmitt þetta hefur gerzt undangengin ár. Því hljóta launþegar nú að krefjast leiðréttingar umfram þau viðmið sem vinnuveitendur og ríkisstjórnin hafa lagt til grundvallar og gert sér vonir um.Hvernig gat þetta gerzt? Vinnuveitendur fóru fram úr sér og einnig ríkið, umsvifamesti vinnuveitandinn. Hæstráðendur sóttu sér fyrirmyndir út í heim þar sem forstjóralaun, einkum í Bandaríkjunum, hafa undangengin ár hækkað langt umfram venjuleg laun án þess að forstjórarnir hafi nokkuð til þess unnið. Enda eru laun þeirra að miklu leyti sjálftekin þar eð forstjórarnir sitja gjarnan í stjórnum fyrirtækja hver hjá öðrum. Kjararáð bætti gráu ofan á svart hér heima með því að hækka laun alþingismanna og æðstu embættismanna upp úr öllu valdi. Ábyrgðin á aðsteðjandi vinnudeilum hvílir á sjálftökusveitum vinnuveitenda og ríkisstjórninni sem leyfa sér samt að segja nú við launþega að þeim beri að sætta sig við hóflega hækkun launa til að halda verðbólgunni í skefjum. Launþegar sætta sig ekki við slíkan yfirgang. Kennedy Bandaríkjaforseti varaði við ójafnaðarmönnum með þessum orðum: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: Mitt er mitt, við semjum um hitt.“Í fullum rétti Hvað gerist ef launþegar knýja fram svipaðar kjarabætur og embættismenn, forstjórar og stjórnmálamenn hafa skammtað sjálfum sér beint eða óbeint? Launþegasamtökin hafa málið í hendi sér. Óbreytt vinnulöggjöf frá 1938 tryggir þeim sömu skilyrði, sama vald og áður til að leggja vinnuveitendum lífsreglurnar ellegar lama efnahagslífið með víðtækum verkföllum líkt og stundum áður á fyrri tíð. Alþýðusambandið felldi m.a.s. ríkisstjórn Hermanns Jónassonar frá völdum 1958 að heita má. Hví skyldu launþegasamtökin undir nýrri samheldinni forustu ekki neyta lags og velgja ríkisstjórn sem þau telja óvinveitta undir uggum? Þau eru í fullum rétti þegar þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, geta þau sagt, svo ég vitni enn til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Fari launþegar fram á umtalsverða kauphækkun til að rétta hlut sinn má telja víst að verðbólgan aukist og gengi krónunnar falli með gamla laginu. Þar eð fyrirkomulag verðtryggingar er enn óbreytt mun höfuðstóll verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi Austurvöllur fyllast aftur af fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Algengast er í lífi manna að hver búi að sínu. Það er reglan. Menn hafast ólíkt að og bera mismikið úr býtum. Yfirleitt skeyta menn mest um eigin hag og minna um aðra. Börn þekkja þetta: Þeim farnast jafnan betur í félagi við ástríka foreldra en í umsjón óvandabundins fólks. Samt skeytum við flest um annað fólk. Við finnum til með þeim sem höllum fæti standa, bæði samfélagið og einstaklingarnir hver og einn. Skattgreiðslur efnafólks eru víða notaðar skv. lögum til að standa straum af þjónustu handa þeim sem minna mega sín. Margir láta af fúsum vilja fé af hendi rakna til fátækra. Flestir fara betur með eigið fé en annarra þar eð sjálfs þykir höndin hollust þótt nær væri að hafa það heldur á hinn veginn. Í þessum eðlismun eru fólgnir almennir kostir heilbrigðs einkaframtaks umfram ríkisrekstur nema þegar algild rök hníga að ríkisafskiptum, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum, samgöngum o.fl. Í fullkomnum heimi myndu menn hvorki gera upp á milli eigin barna og annarra né heldur milli eigin fjár og annarra. Almannavaldinu er ætlað að jafna metin svo að einkahagur og almannahagur geti farið saman. Listin er að draga þar mörkin milli einkaframtaks og almannahagsmuna, milli fólks og fyrirtækja og milli samfélagshópa að flestir geti vel við unað og haldið friðinn. Og þá er ég kominn að efni máls míns.Þegar hlutföllin raskast Skipting auðs og tekna milli manna og hópa hefur allajafna engin umtalsverð áhrif á samninga um kaup og kjör á vinnumarkaði. Þar er almenna reglan sú að hvert verklýðsfélag semur við vinnuveitendur fyrir hönd umbjóðenda sinna án þess að horfa til annarra hópa að því gefnu að atvinnulífið, tekjuskiptingin og launahlutföllin hafi haldizt í sæmilega föstum skorðum svo sem algengast er. Þá dugir flestum launþegum að miða kaupkröfur sínar við eigin afköst, þróun fyrri ára og ástand efnahagslífsins. Raskist launahlutföll verulega á þessi regla þó ekki lengur við því þá finnst mörgum launþegum eðlilegt að reyna að rétta sinn hlut gagnvart öðrum. Menn meta afkomu sína ekki aðeins í ljósi eigin tekna og eigna þegar allt kemur til alls heldur einnig í samanburði við aðra, einkum ef hlutföllin raskast verulega og einkum og sér í lagi ef tilteknir hópar – t.d. embættismenn, forstjórar, stjórnmálamenn – ryðjast fram fyrir aðra. Ef laun lækna hækka til muna sækjast hjúkrunarfræðingar eftir hliðstæðri hækkun. Sama á við um flugmenn og flugfreyjur o.s.frv. Einmitt þetta hefur gerzt undangengin ár. Því hljóta launþegar nú að krefjast leiðréttingar umfram þau viðmið sem vinnuveitendur og ríkisstjórnin hafa lagt til grundvallar og gert sér vonir um.Hvernig gat þetta gerzt? Vinnuveitendur fóru fram úr sér og einnig ríkið, umsvifamesti vinnuveitandinn. Hæstráðendur sóttu sér fyrirmyndir út í heim þar sem forstjóralaun, einkum í Bandaríkjunum, hafa undangengin ár hækkað langt umfram venjuleg laun án þess að forstjórarnir hafi nokkuð til þess unnið. Enda eru laun þeirra að miklu leyti sjálftekin þar eð forstjórarnir sitja gjarnan í stjórnum fyrirtækja hver hjá öðrum. Kjararáð bætti gráu ofan á svart hér heima með því að hækka laun alþingismanna og æðstu embættismanna upp úr öllu valdi. Ábyrgðin á aðsteðjandi vinnudeilum hvílir á sjálftökusveitum vinnuveitenda og ríkisstjórninni sem leyfa sér samt að segja nú við launþega að þeim beri að sætta sig við hóflega hækkun launa til að halda verðbólgunni í skefjum. Launþegar sætta sig ekki við slíkan yfirgang. Kennedy Bandaríkjaforseti varaði við ójafnaðarmönnum með þessum orðum: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: Mitt er mitt, við semjum um hitt.“Í fullum rétti Hvað gerist ef launþegar knýja fram svipaðar kjarabætur og embættismenn, forstjórar og stjórnmálamenn hafa skammtað sjálfum sér beint eða óbeint? Launþegasamtökin hafa málið í hendi sér. Óbreytt vinnulöggjöf frá 1938 tryggir þeim sömu skilyrði, sama vald og áður til að leggja vinnuveitendum lífsreglurnar ellegar lama efnahagslífið með víðtækum verkföllum líkt og stundum áður á fyrri tíð. Alþýðusambandið felldi m.a.s. ríkisstjórn Hermanns Jónassonar frá völdum 1958 að heita má. Hví skyldu launþegasamtökin undir nýrri samheldinni forustu ekki neyta lags og velgja ríkisstjórn sem þau telja óvinveitta undir uggum? Þau eru í fullum rétti þegar þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, geta þau sagt, svo ég vitni enn til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Fari launþegar fram á umtalsverða kauphækkun til að rétta hlut sinn má telja víst að verðbólgan aukist og gengi krónunnar falli með gamla laginu. Þar eð fyrirkomulag verðtryggingar er enn óbreytt mun höfuðstóll verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi Austurvöllur fyllast aftur af fólki?
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun