Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2018 20:15 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00