Fljúga áfram beint frá Akureyri til Keflavíkur en á minni vélum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2018 20:15 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ráðamenn Air Iceland Connect hafa endurskoðað fyrri ákvörðun um að hætta beinu innanlandsflugi milli Keflavíkur og Akureyrar og verður fluginu haldið áfram í haust en með minni Bombardier-vélum. Rætt var við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónustan á Norðurlandi lýsti yfir miklum vonbrigðum þegar flugfélagið tilkynnti í febrúar að beina fluginu milli Akureyrar og Keflavíkur yrði hætt frá 15. maí. Nú hefur félagið ákveðið að halda fluginu áfram í haust. Sú breyting verður að nú er ætlunin að nota styttri gerðina, Q200, sem tekur 37 farþega, í stað þeirrar lengri, Q400, sem tekur 76 farþega. Árni segir hana henta betur, miðað við markaðsforsendur og þá reynslu sem fengist hefur.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Frá Akureyri verður flogið snemma á morgnana fjórum sinnum í viku til að ná morgunbrottförum millilandaflugsins frá Keflavík. Brottför frá Keflavík til Akureyrar verður svo síðdegis eftir að millilandavélar eftirmiðdagsins eru lentar. Árni segir að það hafi mest verið heimafólk fyrir norðan sem nýtti sér flugið og einkum sé verið að mæta þeirri eftirspurn. Hann segir að litið sé á þetta sem vetrarverkefni þegar fólk sæki í styttri ferðir og kveðst jafnframt vonast til að erlendir ferðamenn muni einnig nýta sér það að komast beint norður í flugi frá Keflavík. „Það eru klárlega tækifæri í því að ná inn erlendum ferðamönnum. Og þá er alltaf möguleikinn að stækka aftur, auka tíðni og stækka aftur í vélakosti. Þannig að þetta er það sem við sjáum svona sem skref til að fara hægt og rólega áfram í þessu verkefni,” segir Árni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrúar 2018 07:34
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45
Telja Air Iceland Connect ekki hafa gefið Keflavíkurflugi nægan tíma "Okkur finnst þetta ekkert hafa verið markaðssett," segir bæjarstjóri Akureyrar 27. febrúar 2018 19:00