Styttri vinnudagur, betri vinnustaður Trausti Björgvinsson skrifar 4. mars 2019 12:14 Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Það getur oft verið erfitt að ná jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Margir þekkja þann veruleika að vinnudagurinn sé of langur og þá á kostnað tímans sem hægt er að verja með sínum nánustu. Sem betur fer hefur orðið vitundarvakning í þessum málum í atvinnulífinu og í takti við það ákváðum við í virkjunum Orku náttúrunnar á Hellisheiði og Nesjavöllum á síðasta ári að stytta vinnutímann og breyta vaktafyrirkomulagi starfsfólks. Árangurinn hefur verið góður og hafa breytingarnar meðal annars leitt af sér ánægðara starfsfólk.Í virkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum starfa 45 manns, flestir karlkyns. Í apríl síðastliðnum styttum við vinnudag þeirra sem vinna dagvinnu í virkjununum um klukkustund og breyttum vaktafyrirkomulagi þeirra sem vinna á vöktum. Í dag vinna vaktastarfsmenn átta tíma á dag á virkum dögum og taka bakvaktir heima yfir helgar. Áður unnu þeir tíu tíma vaktir, átta daga í röð og fengu svo viku frí í framhaldinu.Fyrst og fremst jafnréttisaðgerð Breytingarnar hafa komið sér vel fyrir fjölskyldufólk í virkjununum sem eiga nú meðal annars auðveldara með að fara með og sækja börn í skóla og leikskóla. Við höfum líka heyrt af jákvæðri upplifun af þessum breytingum hjá þeim starfsmönnum sem ekki eiga börn á skólaaldri, en þessi tími nýtist þeim til dæmis í heilsurækt eða önnur áhugamál. Það eru ekki aðeins starfsmenn sem njóta ávinnings af breytingunum heldur hafa þær jafnframt haft jákvæð áhrif á virkjunina og starfsemi hennar. Framleiðni hefur aukist og skipulag batnað. Þá hefur náðst meira jafnvægi á vinnustaðnum í ljósi þess að starfsfólk á vöktum tekur ekki lengur vikufrí á fjögurra vikna fresti, sem hefur leitt til þess að verkefni vinnast jafnar og betur. Við höfum alltaf litið á þessa styttingu sem jafnréttisaðgerð. Við viljum skapa tækifæri fyrir bæði konur og karla að sinna sömu störfum og taka jafnan þátt í fjölskyldulífi. Einnig vonum við að þessar aðgerðir ýti undir áhuga fleiri iðnmenntaðra kvenna á að koma til starfa hjá okkur í Hellisheiðar- og Nesjavallarvirkjun.Aukin starfsánægja í kjölfar breytinga Eins og oft vill verða með breytingar þá voru þessar aðgerðir ekki sársaukalausar. Það gætti óánægju fyrst um sinn, sérstaklega meðal þess starfsfólks sem eru á vöktum og var ósátt við að missa út vikufríin sín, enda áratugalöng hefð fyrir þeim innan stéttarinnar. Þá voru einhverjir efins um ágæti þess að taka bakvaktir heiman frá sér og taka vinnuna með heim. Sumir ákváðu að leita á önnur mið en flestir gáfu breytingunum tækifæri. Í dag heyrum við nú að meirihluti okkar starfsfólks myndi ekki vilja fara aftur í fyrra fyrirkomulag. Í kjölfar þessarar jafnréttisaðgerðar hefur starfsánægja í virkjunum ON aukist. Við sjáum það hvorttveggja á starfsmönnunum sjálfum og í vinnustaðargreiningum fyrirtækisins. Frá desember 2017 til desember 2018 jókst starfsánægja í virkjunum um 12% og er hún meiri í dag en nokkru sinni áður. Það er okkar trú að þessar breytingar hafi leikið mikilvægt hlutverk í aukinni starfsánægju í virkjunum ON og að þær hafi gert okkur að fjölskylduvænni, sveigjanlegri en jafnframt skilvirkari vinnustað.Höfundur er forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar