Matthías keypti blokk á Akranesi af Heimavöllum hf. Björn Þorfinnsson skrifar 16. september 2019 06:45 Fjárfestirinn Matthías Imsland byggir upp óhagnaðardrifið leiguveldi. Fréttablaðið/Ernir Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar. Félög sem fá slík lán þurfa einnig að uppfylla margs konar önnur skilyrði. Þannig er óheimilt fyrir fyrirtæki að greiða út arð og allur hagnaður af rekstrinum skal fara til uppbyggingar og viðhalds íbúðanna. Þá skal launagreiðslum stillt í hóf. Einnig er tekið fram að félög skuli „hafa það sem langtímamarkmið að eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis“.Heimavellir hafa reynt að losa um eignir undanfarið.Fréttablaðið/StefánTveimur dögum eftir að félag Matthíasar fékk í hendurnar afsal fyrir íbúðunum fjórtán frá Heimavöllum seldi félagið tvær íbúðir í blokkinni fyrir samtals 50,6 milljónir króna. Til þess þurfti hann sérstakt leyfi frá Íbúðalánasjóði sem var veitt. Fjármunina notaði hann meðal annars til að greiða upp rúmlega 29 milljóna króna lán frá sjóðnum sem hvíldu á íbúðunum tveimur. Dæmi um aðrar kröfur sem kveðið er á um í reglugerð er að meðalárstekjur íbúa skuli ekki fara yfir ákveðna upphæð. Þá eru sérstakar reglur um hvernig reikna skuli út leiguverð. Í einfölduðu máli skal leiguverð íbúðanna vera sem hlutfall af afborgunum lána Íbúðalánasjóðs að viðbættum rekstri og viðhaldi. Við kaupin tók félag Matthíasar yfir leigusamninga Heimavalla við leigjendur að Asparskógum. Rekstur Heimavalla er langt í frá góðgerðarstarfsemi enda er félagið á markaði og ákveðin arðsemiskrafa ræður þar för. Sú krafa endurspeglast í leiguverði íbúðanna. Þrátt fyrir kröfuna um engan hagnað bendir ekkert til þess að leiguverð leigutaka Matthíasar muni lækka. Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira