Borche: „Þessir ungu strákar munu skila titli í Breiðholtið“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. maí 2019 22:39 Borche hefur gert frábæra hluti með lið ÍR vísir/daníel Borche Ilievski fór með lið sem rétt svo komst í úrslitakeppnina í Domino‘s deild karla alla leið í oddaleik í úrslitunum. Þar settu nýkrýndir sexfaldir Íslandsmeistarar KR hins vegar óyfirstíganlega hindrun. „Við vitum núna hversu mikinn styrk þarf í svona leik. Án lykilleikmanns er þetta mjög erfitt, við getum barist en þegar upp er staðið þá eru þeir með 12 manns í róteringunni og spiluðu á að minnsta kosti tíu í kvöld. Ég er með fimm, sex leikmenn sem geta spilað svona leiki,“ sagði Borche Ilievski í leikslok í kvöld. ÍR tapaði leiknum 98-70 og eftir að hafa lent 14-5 undir snemma leiks var í raun aldrei spurning hvernig myndi fara. „Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Þeir gáfust ekki upp, þeir reyndu og gáfu sitt besta.“ Þrátt fyrir þessi orð Borche vantaði svolítið upp á baráttuna sem ÍR-ingar hafa sýnt í vetur í kvöld og þeir virtust einfaldlega sprungnir á blöðrunni. Borche segir það liggja í því að hann er ekki með eins breiðan hóp og KR. „Ég er með mjög unga stráka sem eru mjög efnilegir og eiga framtíðina fyrir sér, en eins og er þá eru þeir ekki tilbúnir í þessa leiki. En við þurfum að fjárfesta í þessum strákum. Það er gott að hafa þá á æfingum með eldri strákunum og ég trúi því að í framtíðinni munu þeir koma með titil í Breiðholtið.“ En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Borche Ilievski? „Ég þarf að setjast niður með stjórninni og sjá hver markmiðin eru.“ Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Borche Ilievski fór með lið sem rétt svo komst í úrslitakeppnina í Domino‘s deild karla alla leið í oddaleik í úrslitunum. Þar settu nýkrýndir sexfaldir Íslandsmeistarar KR hins vegar óyfirstíganlega hindrun. „Við vitum núna hversu mikinn styrk þarf í svona leik. Án lykilleikmanns er þetta mjög erfitt, við getum barist en þegar upp er staðið þá eru þeir með 12 manns í róteringunni og spiluðu á að minnsta kosti tíu í kvöld. Ég er með fimm, sex leikmenn sem geta spilað svona leiki,“ sagði Borche Ilievski í leikslok í kvöld. ÍR tapaði leiknum 98-70 og eftir að hafa lent 14-5 undir snemma leiks var í raun aldrei spurning hvernig myndi fara. „Ég er mjög stoltur af strákunum mínum. Þeir gáfust ekki upp, þeir reyndu og gáfu sitt besta.“ Þrátt fyrir þessi orð Borche vantaði svolítið upp á baráttuna sem ÍR-ingar hafa sýnt í vetur í kvöld og þeir virtust einfaldlega sprungnir á blöðrunni. Borche segir það liggja í því að hann er ekki með eins breiðan hóp og KR. „Ég er með mjög unga stráka sem eru mjög efnilegir og eiga framtíðina fyrir sér, en eins og er þá eru þeir ekki tilbúnir í þessa leiki. En við þurfum að fjárfesta í þessum strákum. Það er gott að hafa þá á æfingum með eldri strákunum og ég trúi því að í framtíðinni munu þeir koma með titil í Breiðholtið.“ En hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Borche Ilievski? „Ég þarf að setjast niður með stjórninni og sjá hver markmiðin eru.“
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira