Netblinda kynslóðin Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 18. júlí 2019 08:30 Ég hef lengi haft efasemdir um tölvuna og reyndar ekki síður internetið. Ég þykist samt vita að tölvan sé komin til að vera. En afstaða mín og efasemdir eru vaxandi og tengjast áföllum á netinu. Áfallasagan er í grunninn sú að á netinu hef ég verið að nálgast fólk án þess að ætla mér það. Mitt fyrsta áfall stafaði held ég af vírus sem varð þess valdandi að ég sendi út nokkur hundruð vinabeiðnir á Facebook, til dæmis nokkuð víða um réttarkerfið. Að 13 árum liðnum get ég séð jákvæðar hliðar, Facebook-síðan mín varð jú talsvert betur skreytt frægum vinum í kjölfarið. Annað áfall var fundarboð sent á hálft stjórnkerfi Íslands og starfsmenn Reykjavíkurborgar. Man enn kvíðann þegar tugir tölvupósta tóku að berast um mætingu á minn eigin litla þjóðfund. Og í sumar gerði ég ákveðinn tæknifeil og sendi brúðhjónum aldarinnar á Balí skilaboð. Dóttir mín hafði sent mér fallegar myndir úr brúðkaupsferðinni og nefnt hversu skemmtilegt væri að brúðkaupsferðin væri á sömu slóðum og við vorum á. Auðvitað fannst mér það líka og svaraði dótturinni, að ég taldi, og benti á að við hefðum nú verið mættar til Balí á undan þeim með orðunum: Hermikrákurnar :) Skilaboðin fóru auðvitað beint til nýgiftu konunnar sem hefur kannski legið á strönd á Balí með bóndanum þegar miðaldra kona í Smáíbúðahverfinu sendi nokkuð mislukkaðan brandara í ranga átt. Viðleitni minni til að biðjast afsökunar, sem var jafn hallærisleg, var hins vegar óskaplega vel tekið. Vaxandi hræðslan er veruleiki miðaldra og netblinda fólksins. Faxtækið, borðsíminn og dvd- og geislaspilarinn, okkar tækni, er fortíðin ein og við blasir hin svokallaða framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft efasemdir um tölvuna og reyndar ekki síður internetið. Ég þykist samt vita að tölvan sé komin til að vera. En afstaða mín og efasemdir eru vaxandi og tengjast áföllum á netinu. Áfallasagan er í grunninn sú að á netinu hef ég verið að nálgast fólk án þess að ætla mér það. Mitt fyrsta áfall stafaði held ég af vírus sem varð þess valdandi að ég sendi út nokkur hundruð vinabeiðnir á Facebook, til dæmis nokkuð víða um réttarkerfið. Að 13 árum liðnum get ég séð jákvæðar hliðar, Facebook-síðan mín varð jú talsvert betur skreytt frægum vinum í kjölfarið. Annað áfall var fundarboð sent á hálft stjórnkerfi Íslands og starfsmenn Reykjavíkurborgar. Man enn kvíðann þegar tugir tölvupósta tóku að berast um mætingu á minn eigin litla þjóðfund. Og í sumar gerði ég ákveðinn tæknifeil og sendi brúðhjónum aldarinnar á Balí skilaboð. Dóttir mín hafði sent mér fallegar myndir úr brúðkaupsferðinni og nefnt hversu skemmtilegt væri að brúðkaupsferðin væri á sömu slóðum og við vorum á. Auðvitað fannst mér það líka og svaraði dótturinni, að ég taldi, og benti á að við hefðum nú verið mættar til Balí á undan þeim með orðunum: Hermikrákurnar :) Skilaboðin fóru auðvitað beint til nýgiftu konunnar sem hefur kannski legið á strönd á Balí með bóndanum þegar miðaldra kona í Smáíbúðahverfinu sendi nokkuð mislukkaðan brandara í ranga átt. Viðleitni minni til að biðjast afsökunar, sem var jafn hallærisleg, var hins vegar óskaplega vel tekið. Vaxandi hræðslan er veruleiki miðaldra og netblinda fólksins. Faxtækið, borðsíminn og dvd- og geislaspilarinn, okkar tækni, er fortíðin ein og við blasir hin svokallaða framtíð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar