Án sýklalyfja Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þó ekki sé nema tæplega öld liðin síðan sýklalyf litu dagsins ljós, þá virðist það vera nær óhugsandi að ímynda sér veröld án þeirra. Án þeirra getur minnsta skráma reynst banvæn; barnsburður hættulegur bæði móður og barni; berklar og lungnabólga illviðráðanlegir sjúkdómar, líffæraígræðslur og lyfjameðferðir við krabbameini ómögulegar. Sýklalyf eru bjargföst undirstaða nútíma læknisfræði, og þau eru vafalaust ein af grunnforsendum þeirra stórkostlegu framfara sem mannkyn hefur náð á undanförnum áratugum. Eins yfirþyrmandi og sú tilhugsun kann að vera – þá sérstaklega á tímum krafna um fordæmalausar aðgerðir í þágu umhverfisins, með tilheyrandi breytingum á lífsstíl okkar og venjum – þá blasir við okkur, að óbreyttu, ákveðið afturhvarf til fortíðar þegar sýklalyfin eru annars vegar. Samhæfingarnefnd alþjóðastofnana um þol gegn sýklalyfjum, sem sett var á laggirnar árið 2016, skilaði í gær tillögum sínum að aðgerðaáætlun til að stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á heimsvísu. Tillögur hópsins, sem skipaður var afar fjölbreyttum hópi sérfræðinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun, Alþjóðabankanum, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Efnahags- og framfarastofnun og fleiri, verður lögð fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í kjölfarið verða tillögurnar notaðar til að uppfæra hnattræna aðgerðaáætlun frá árinu 2015. Í tillögum nefndarinnar er að finna afdráttarlaust ákall til heimsbyggðarinnar um aðgerðir, og það hið snarasta. Nefndin segir sýklalyfjaónæmi vera hnattræna ógn sem ógni heilli öld af framförum í heilbrigðisþjónustu. Sjúkdómar og veikindi tengd þoli gegn sýklalyfjum draga nú um 700 þúsund manns til dauða árlega. Fjöldinn gæti náð 10 milljónum manna árið 2050, verði ekkert að gert. Samhliða þessu verður þörf fyrir yfirþyrmandi, og jafnvel lamandi, útgjöld til heilbrigðismála – málaflokks sem í dag er víðast hvar undirfjármagnaður. Ástæðan fyrir þessari þróun er gegndarlaus sýklalyfjanotkun undanfarinna áratuga, hjá mönnum, dýrum og plöntum. Þessi mikla notkun hefur ýtt undir, auðveldað og hraðað myndun og útbreiðslu baktería sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Sally Davies, fráfarandi landlæknir Bretlands, var einn af höfundum skýrslunnar. Í samtali við The Guardian bendir hún á að baráttan við sýklalyfjaónæmi eigi margt sammerkt með þeim verkefnum sem fylgja losun gróðurhúsalofttegunda og breytingum á veðurfari plánetunnar. Hún segir að ógnin sem fylgi ónæmi sé ekki minni en sú sem felst í loftslagsbreytingum. Þannig sé þörf á mun einbeittari aðgerðum gegn ónæmi en áður hefur þekkst. Umræðan um sýklalyfjaónæmi hér á landi er oftar en ekki háð í samhengi við lagabreytingar og tollkvóta, og þá úr skotgröfum stjórnmálanna. Hins vegar þarf að gera betur til að útskýra fyrir almenningi hvað felst í þessari miklu ógn. Hvernig til standi að eiga við hana, hvað hver og einn getur gert til að milda yfirvofandi högg þegar fortíðin knýr á dyr.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun