Mæðgin reyndu ítrekað að vara Apple við Facetime-gallanum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 20:29 Málið þykir neyðarlegt fyrir Apple sem segist leggja mikið upp úr friðhelgi einkalífsins samamber þessa risavöxnu auglýsingu. Getty/David Becker Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu. Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mæðgin frá Arizona-ríki Bandaríkjanna reyndu ítrekað að vara tæknirisann Apple við galla í Facetime-samskiptaforritinu sem gerir fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk þrátt fyrir að viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Móðirin heldur því fram að 14 ára gamall sonur hennar hafi uppgötvað gallann. Michele Thompson og sonur hennar Grant höfðu fyrst samband við Apple þann 20. janúar síðastliðinn en upplýsingar um gallann voru gerðar opinberar í gær. Þann 25. janúar hlóðu þau upp myndbandi á YouTube þar sem sjá mátti hvernig þau sýndu fram á að gallinn sé til staðar í forritinu. Hún segist hafa reynt ýmsar leiðir til að vara Apple við gallanum án mikils árangurs. „Fyrir utan það að senda reykmerki þá reyndi ég allt það sem hægt er að gera til þess að ná sambandi við einhvern hjá Apple,“ sagði Thompson í samtali við Wall Street Journal.Apple, líkt og önnur mörg tæknifyrirtæki, heitir verðlaunum fyrir þá sem finna galla í kerfum og vörum fyrirtækisins. Sagði Thompson að það væri ein af ástæðunum fyrir því að hún reyndi svo ákaft að ná sambandi við Apple, hún hafi vonað að sonur hennar myndi fá viðurkenningu fyrir að hafa uppgötvað gallann, jafn vel þó það yrði bara í formi þakklætis af hálfu Apple. „Ég er með bréf, tölvupósta, tíst og skilaboð sem ég sendi til Apple síðustu tíu daga þar sem ég greini frá Facetime-gallanum. Unglingurinn minn uppgötvaði þetta. Ég heyrði ekkert til baka frá þeim,“ sagði Thompson. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær en Apple hefur sagt að allt kapp verði lagt á að það að gefa út uppfærslu sem lagi gallann í forritinu.
Apple Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. 29. janúar 2019 12:29