Apple lokar forriti þar sem hægt var að hlusta í gegnum síma annarra Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 12:29 Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt. AP/Mary Altaffer Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt. Sjá má á vef Apple að Group FaceTime sé lokað tímabundið.Nánar tiltekið virkaði gallinn á þann veg að hægt var að hringja í einhvern í gegnum Group FaceTime og plata forritið til að kveikja á myndavél og hljóðnema þess sem verið var að hringja í áður en viðkomandi svaraði. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær. Group FaceTime var upprunalega gefið út í lok október og fannst galli strax á fyrstu dögunum. Ekki liggur fyrir hve lengi þessi galli hefur verið á forritinu. Apple Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Starfsmenn Apple hafa lokað á hópsamtöl FaceTime í Apple símum og tækjum eftir að galli var opinberaður sem gerði fólki kleift að hlusta og jafnvel horfa á fólk, jafnvel þó viðkomandi hafi ekki svarað samtalsbeiðninni. Til stendur að loka á gallann í vikunni en þar til verður Group FaceTime ekki virkt. Sjá má á vef Apple að Group FaceTime sé lokað tímabundið.Nánar tiltekið virkaði gallinn á þann veg að hægt var að hringja í einhvern í gegnum Group FaceTime og plata forritið til að kveikja á myndavél og hljóðnema þess sem verið var að hringja í áður en viðkomandi svaraði. Fyrst var sagt frá gallanum á vefnum 9to5mac.com í gær. Group FaceTime var upprunalega gefið út í lok október og fannst galli strax á fyrstu dögunum. Ekki liggur fyrir hve lengi þessi galli hefur verið á forritinu.
Apple Tækni Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira