Curry þurfti þrjá og hálfan leikhluta til þess að finna körfuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 09:30 Stephen Curry. vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu LeBron James-laust lið Los Angeles Lakers í Oakland í nótt. James Harden hélt áfram að raða niður stigunum fyrir Houston Rockets. Það var aðeins hálfur fjórði leikhluti eftir af leiknum í Oakland í nótt þegar stórskyttan Stephen Curry skoraði loks stig í leiknum. Curry endaði þó leikinn með 14 stig. Klay Thompson missti af síðasta leik Warriors vegna veikinda en snéri aftur í nótt og leiddi lið Golden State með 28 stigum. Golden State er því enn jafnt Denver Nuggets á toppi vesturdeildarinnar..@KDTrey5 scores 21 PTS and hands out 11 AST to help the @warriors protect home court! #DubNationpic.twitter.com/mZLtnFBCJv — NBA (@NBA) February 3, 2019 Houston Rockets er aðeins í sjötta sæti vesturdeildarinnar en það er þó ekki við James Harden að sakast að liðið situr ekki ofar. Tuttugasta og sjötta leikinn í röð setti Harden niður 30 stig eða meira í leik þegar Houston sótti Utah Jazz heim. Harden skoraði 43 stig í leik þar sem hann var með öll völd á vellinum. Leikmenn Utah réðu ekkert við hann og Houston vann öruggan 125-98 sigur. Hann var með 12 fráköst, sex stolna bolta, fimm stoðsendingar og fjögur varin skot í frábærum leik sínum. Gerald Green bætti 25 stigum við fyrir Houston og Kenneth Faried var með 16 stig.@JHarden13 (43 PTS, 12 REB, 5 AST, 6 STL, 4 BLK) extends his 30+ points streak to 26 games as the @HoustonRockets earn the W vs. Utah! #Rocketspic.twitter.com/F68TMQbbHJ — NBA (@NBA) February 3, 2019 Besta lið deildarinnar til þessa er Milwaukee Bucks með 38 sigra, einum sigri meira en bestu liðin í vesturdeildinni. Bucks bættu 38. sigrinum við í nótt þegar liðið vann Washington Wizards á vesturströndinni. Gríska undrið Giannis Antetokounmpo skoraði 37 stig fyrir Bucks, þar af var hann með 100 prósenta nýtingu af vítalínunni í 17 vítaskotum. Lið Bucks í heildina misnotaði ekki vítaskot í leiknum, liðið fékk 24 vítaskot.@Giannis_An34's 37 PTS fuels the @Bucks road win in DC! #FearTheDeerpic.twitter.com/dvKbGUekis — NBA (@NBA) February 3, 2019 Nýliðinn Luka Doncic heldur áfram að gera það gott fyrir Dallas Mavericks sem lögðu Cleveland Cavaliers 111-98. Doncic skoraði 35 stig, sem jafnaði hans besta árangur í vetur, og var þess að auki með 11 fráköst. Harrison Barnes bætti 17 stigum við, þar af 13 í fjórða leikhluta, í leik sem Dallas leiddi nær allan tímann.#MFFL@luka7doncic records 35 PTS, 11 REB, 6 AST, lifting the @dallasmavs to the road victory in Cleveland! #NBARookspic.twitter.com/Af5Lh31BKu — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - LA Clippers 101-111 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 125-118 Orlando Magic - Brooklyn Nets 102-89 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-131 Cleveland Cavaliers - Dallas Mavericks 98-111 Miami Heat - Indiana Pacers 88-95 San Antonio Spurs - New Orleans Pelicans 113-108 Golden State Warriors - Los Angeles Lakers 115-101 Minnesota Timberwolves - Denver Nuggets 106-107 Phoenix Suns - Atlanta Hawks 112-118 Utah Jazz - Houston Rockets 98-125 Sacramento Kings - Philadelphia 76ers 115-108
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira