Samfélag án kennara Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar 3. febrúar 2019 16:07 Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig væri samfélagið án kennara? Hvað verður um íslenska æsku án menntaðra grunn-, leik- og framhaldsskólakennara? Mun Ísland geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni? Til að viðhalda kennarastéttinni þarf að innrita og útskrifa mun fleiri kennara en nú er gert. Eins og staðan er í dag verða ekki margir kennarar eftir í skólum landsins innan fárra ára. Sífellt fleiri nemendur í leik- og grunnskólakennaranámi stunda fjarnám til þess að geta unnið með námi. Eins og staðan er núna neyðast nemendur á þriðja ári í leikskólakennarafræðum til þess að stunda námið í fjarnámi því það eru of fáir sem hafa tök á því að vera í staðnámi. Koma þarf mun betur til móts við fjarnema en gert er núna og við í Vöku munum því leggja áherslu á að staðlotur séu skilvirkari og mun betur skipulagðar. Minnkandi aðsókn í leik- og grunnskólakennaranám og skortur á kennurum á vettvangi er mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið. Brottfall úr kennaranáminu og hæg námsframvinda er stórt vandamál sem þarf að líta alvarlegum augum á. Stór meirihluti eða rúmlega 70% kennaranema vinna með námi og um 40% vinna meira en 30 klukkustundir á viku. Álag á kennaranema er því eins og gefur að skilja mjög mikið. Skipulag námsins verður að taka mið af þeirri staðreynd að meirihluti nemenda vinnur með námi. Stór loforð hafa verið sett fram þess efnis að íslenskir stúdentar muni fá eitt besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum og eins stefnir í að kennaranemar fái sérstaka styrki úr LÍN með það að markmiði að auka aðsókn í kennaranám. Stefnt er á að lagafrumvarp LÍN verði sett fram í haust en nú bíða margir kennaranemar í mikilli óvissu um hvort þeir eigi að halda áfram námi eða setja það á bið þar til lausn finnst í málinu en þá er spurning hversu margir snúa aftur til baka í námið. Þess vegna krefst Vaka þess að frumvarpið sem snýr að sérstöku úrræði fyrir kennaranema verði sett fram sem fyrst og hljóti afgreiðslu á vorþingi. Standa verður við þau loforð sem gefin hafa verið til þess að kennaranemar geti sinnt námi sínu án þess að hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur. Tíminn er á þrotum og útskrifaðir kennarar eru hvergi nærri því að uppfylla endurnýjun stéttarinnar. Stefna Vöku er skýr og raunsæ í þessum málefnum, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og kjóstu Vöku til forystu í Stúdentaráði 6. og 7. febrúar.Höfundur er nemi í leikskólakennarafræði og skipar 1. sæti á framboðslista Vöku á Menntavísindasviði fyrir stúdentaráðskosningar Háskóla Íslands.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun