Rafíþróttir, börn og heilbrigð nálgun Arnar Hólm Einarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:35 Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun