Rafíþróttir, börn og heilbrigð nálgun Arnar Hólm Einarsson skrifar 31. ágúst 2019 23:35 Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafíþróttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nú þegar orðræðan í garð tölvuleikja er farin að breytast og við erum farin að heyra orðið rafíþróttir æ oftar langar mig að deila nokkrum punktum sem gætu reynst þér og þínum vel. Spurningar á borð við: á ekki bara að banna Fortnite? Hvað mega krakkarnir spila lengi? Hver á skjátími barna að vera? Ásamt fleirum í sama dúr hafa birst í ófáum Facebook hópum og skiljanlega eru foreldrar að leita svara og leiða til að bjarga börnum sínum frá tölvufíkn. En í þessu eins og hverju öðru í lífinu gildir það að það eru engar flýtileiðir (e. shortcuts). Það er engin lausn að banna Fortnite eða aðra tölvuleiki. En hvað í ósköpunum getum við gert? Jú sem mikilvægir fullorðnir einstaklingar (foreldrar, frændur, frænkur, fyrirmyndir, starfsfólk í nærumhverfi) í lífi marga barna, er það undir okkur komið að búa til heilbrigðan farveg og umhverfi þar sem þeir einstaklingar sem sækja mikið í tölvuna geta notið sín. Þar sem tölvuleikjafíkn er tiltölulega nýlega komin fram á sjónarsviðið, þá langar mig að leggja mitt af mörkum sem fullorðinn “spilari” (e. gamer) og gera mitt besta til að hjálpa ykkur sem vitið ekki í hvorn fótinn á að stíga, þegar kemur að tölvuleikjaspilun þeirra sem þið elskið.1. Setjum rafrænan útivistartíma.Hvað í ósköpunum er það? jú það er þegar við sem foreldrar “samstillum” (.e sync) okkur við foreldra vina barnanna okkar og setjum í sameiningu, með börnunum okkar, reglur um tölvuleikina. Við gefum ekki hverju barni x mikinn spilatíma og vinirnir þræða síðan hvert heimilið á fætur öðru og klára tölvutímann hjá hverjum og einum, heldur setjum við dæmið upp þannig að á milli kl x til x mega börnin spila ef þau eru búin að t.d. læra, næra sig, fara á æfingu eða ljúka tilfallandi verkefnum í lífi hvers og eins.2. Hvenær erum við að spila tölvuleikiRæðið við börnin ykkar og takið eftir því sjálf hvenær barnið sækir mest í að spila tölvuleiki, er það þegar barnið er glatt, þegar því líður ekki vel, eða þarna einhverstaðar mitt á milli. Er það þegar mamma og pabbi hafa ekki tíma fyrir mig? Þetta gefur okkur góða hugmynd um hvort inngrip sé nauðsynlegt. Reynum að hafa umhverfið þannig upp að barnið sé að spila þegar það er með vinum sínum, því líður vel og er hamingjusamt. Grípum inn í ef barnið er að spila þegar því líður illa, eða er einmanna. Það skapar mun heilbrigðara umhverfi og verður árangursríkara fyrir alla aðila.3. Hvað má barnið spila lengi? Það er gullna spurningin sem ekki er hægt að svara í pistli sem þessum, með ákveðnum stöðluðum tíma, miðað við aldur barns. En ég mæli með að skoða hvernig barnið spilar tölvuleiki. Er barnið að sækja í félagsskap í gegnum tölvuna, vegna þess að það er ekki í skipulögðu frístundastarfi? Er það að drepa tímann á milli æfinga? Er það að spila þegar það er búið að borða, læra, æfa og taka til í herberginu sínu? Við erum öll mismunandi, við þurfum að finna jafnvægi fyrir hvert og eitt okkar. Pössum okkur að gera ekki lítið úr þeim félagslega þætti sem fylgir því að spila tölvuleiki og ef þetta er sá þáttur sem stuðlar að mestri félagslegri virkni barnsins, hvað gerum við þá? Bjóðum vinunum yfir í “lan”, búum til hollan og góðan kvöldmat fyrir þau, höldum sykri og orkudrykkjum í lágmarki, drekkum vatn, förum í sund, laser tag, bíó, billiard, skemmtigarðinn, fótboltagolf, folf (frisbee golf), hjólum, fjallgöngu, axarkast, sjósund, smíðum kofa og það má jafnvel búa til okkar eigin útgáfu af tölvuleiknum í formi útileiks. Gerum okkar allra besta til að búa til heilbrigt umhverfi og nýta áhugamálið/tölvuleiki sem tól til þess.4. Búum ekki til vandamál að óþarfuÞetta er afar mikilvægur punktur og það kemur mjög oft upp, að foreldrar hafi áhyggjur af börnunum sínum vegna tölvuleikjaspilunar. Í mörgum tilfellum eru börnin samt sem áður að standa sig vel í skóla, eru að stunda íþróttir af kappi, hafa félagslíf, fara að sofa á skikkanlegum tíma og okkur finnst þau samt spila of mikla tölvuleiki. Ef þau væru ekki í tölvuleik væri afþreying mjög líklega í formi skjátíma hjá krökkum á þessum aldri, og eru samfélagsmiðlarnir betri vettvangur? ég veit það ekki en pælið í því.5. Viðurkennum tölvuleiki sem áhugamálÞetta er gríðarlega mikilvægt, því vandamálið er í mörgum tilfellum hjá okkur fullorðna fólkinu, því við vitum ekki betur. Við höfum ekki skilning á tölvuleikjum, höfum ekki áhuga á því að heyra hvað barninu okkar gengur vel í tölvuleiknum, eða hvað það er að gera, eða með hverjum það er að spila. Sinnum þessu áhugamáli barnanna okkar, sýnum áhuga, hvetjum það áfram eins og í öðrum íþróttum til að gera vel, að vera besta útgáfan af sjálfum sér sama hvort það sé í stafrænum heimi eða á plánetunni jörð. Höfundur þessarar greinar er Arnar Hólm Einarsson, eigandi Rafíþróttaskólans og yfirþjálfari Rafíþróttadeildar Ármanns.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun