Jón Ásgeir vill í stjórn Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 16:13 Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu. Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu.
Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25