Jón Ásgeir vill í stjórn Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 16:13 Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu. Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu.
Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25