Jón Ásgeir vill í stjórn Haga Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2019 16:13 Ingibjörg Pálmadóttir hefur aukið hlut sinn í Högum að undanförnu. Þrátt fyrir það hlaut Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður hennar, ekki náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. VÍSIR/VILHELM Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu. Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Tilnefninganefnd Haga hf. leggur til að þau Davíð Harðarson, Eiríkur S. Jóhannsson, Erna Gísladóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir og Stefán Árni Auðólfsson verði kosin í stjórn félagsins á hlutahafafundi félagsins, föstudaginn 18. janúar. Ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á stjórninni eftir að þau Kristín Friðgeirsdóttir, formaður stjórnar Haga og Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður stjórnar, upplýstu tilnefninganefndina um þá ákvörðun sína að gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Eins og fyrrnefnd upptalning gefur til kynna leggur nefndin til að þau Eiríkur og Katrín Olga fylli þeirra skörð. Eiríkur er forstjóri Slippsins Akureyri og Katrín Olga er formaður Viðskiptaráðs Íslands.Í tilkynningu til Kauphallarinnar um niðurstöðu tilnefninganefndarinnar eru útlistuð framboðin sem bárust. Lögboðinn framboðsfrestur er þó ekki runninn út og því ekki útilokað að fleiri framboð kunni að berast.Sjá einnig: Selja í Sýn og kaupa í HögumFrambjóðendurnir sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefninganefndarinnar eru tveir; bifreiðastjórinn og fjárfestirinn Kristján Óli Níels Sigmundsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir. Sá síðarnefndi hefur ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörg Pálmadóttur, aukið hlut sinn í Högum á undanförnum mánuðum. Fjölskylda Jóns Ásgeirs missti félagið sem kunnugt er úr höndum sínum árið 2009, þegar forveri Arion Banka yfirtók eignarhaldsfélag þeirra. Félagið, 1998, átti 95,7 prósent hlut í Högum. Lífeyrissjóðir fara hins vegar með stærstan hlut í Högum í dag. Í tilkynningu tilnefningarnefndarinnar er greint frá þeim hæfniviðmiðum sem hún horfði einkum til við vinnu sína. Þau voru: Reynsla af fjármálumRekstrarreynslaLögfræðiþekkingReynsla af rekstri eigin félagaReynsla af stafrænni þróunReynsla af smásöluverslunReynsla af stjórnarsetumReynsla af fasteignamarkaðiHáskólamenntun sem nýtist í starfi stjórnar Einnig var horft til samsetningar stjórnarinnar, og komu þar m.a. eftirfarandi sjónarmið til álita: Að lágmarks fjöldi stjórnarmanna væri óháður félaginuAð stjórnin hefði fjölbreyttan menntunarbakgrunnAð uppfylla ákvæði hlutafélagalaga um kynjahlutföll í stjórnumAð viðhalda stöðugleika í rekstri Haga, þ.e.a.s. að ekki verði skipt um of marga stjórnarmenn í einu.
Tengdar fréttir Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Selja í Sýn og kaupa í Högum Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson fá tvo milljarða króna í sinn hlut og kaupa í Högum fyrir 1,8 milljarð króna. 2. október 2018 10:25
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur