Hagkaup sagt brjóta áfengislög með tedrykk Sveinn Arnarsson skrifar 29. ágúst 2019 06:00 Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Verslun Hagkaups hefur til sölu drykk sem inniheldur allt að fjögurra prósenta áfengismagn. Um er að ræða nokkurs konar lífrænt te sem gerjast ofan í flöskunni og getur þannig hafa náð þessu áfengismagni við sölu. Hagkaup hefur hins vegar ekki vínveitingaleyfi og þar með ekki leyfi til að selja drykki með svo miklu áfengisinnihaldi. Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum bárust nokkrar ábendingar vegna vörunnar þar sem henni er stillt upp innan um svokallaða heilsudrykki í Hagkaupi í Garðabæ. Um er að ræða drykk sem heitir GT’s Kombucha. Aftan á flöskunni er þess getið að þetta áfengismagn geti náðst í flöskunum. Framan á flöskunum stendur að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa drykkinn. „Við í foreldrasamtökunum fórum í Hagkaup í Garðabæ til að sannreyna að þessi vara stæði öllum til boða. Þarna fer að okkar mati fram ólögleg sala áfengra drykkja og því höfum til tilkynnt þetta til lögreglu. Hagkaup hefur hvorki vínveitingaleyfi né leyfi til sölu áfengis,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna.Hér sést að varan GT's Synergy Energy Kombucha inniheldur alkóhól og að einstaklingar þurfi að vera orðnir 21 árs til að kaupa vöruna.„Það skiptir miklu máli að menn fari eftir lögum og reglum þegar áfengir drykkir eru annars vegar. Þarna getur hver sem er og börn þar á meðal nálgast áfenga drykki. Því viljum við að lögregla skoði málið alvarlega,“ bætir Árni við. Fréttablaðið hafði samband við Hagkaup í Garðabæ þar sem staðfest var að þessi vara hefði verið til sölu í versluninni. Hins vegar hafði verslunin ekki vitneskju um að þarna færi drykkur sem gæti náð svo miklu áfengisinnihaldi. Drykknum sé dreift í gegnum Aðföng og því væri það fyrirtækisins að svara fyrir drykkinn. Hvorki náðist í forsvarsmenn Aðfanga né í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem hefur fengið málið inn á sitt borð. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa ekki fengið svar frá lögreglunni um hvort embættið ætli sér að skoða málið og taka drykkinn úr sölu.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Matur Neytendur Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira