Erfiður vetur Hörður Ægisson skrifar 6. september 2019 07:00 Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta fór ekki eins og vonast var eftir. Við fall WOW air, helsta keppinauts Icelandair, stóðu væntingar stjórnenda og hluthafa flugfélagsins til þess að rekstrarumhverfið tæki breytingum. Flugfargjöld, sem hafa haldist lág um langt skeið, myndu fara hækkandi og afkoman batnandi. Það hefur ekki gengið eftir. Þess í stað hafa tvö mannskæð flugslys, sem rekja má til hönnunargalla í MAX-vélum Boeing, valdið því að kyrrsetja þurfti um fjórðung af flugflota Icelandair. Áhrifin af kyrrsetningu MAX-vélanna, sem eru metin á um 17 milljarða, eru hlutfallslega meiri á Icelandair en á öll önnur flugfélög. Þrátt fyrir mótvægisaðgerðir, sem komu í veg fyrir stórfelldar niðurfellingar á flugi, hafa orðið raskanir á flugáætlun með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á kostnað og tekjur. Stjórnendur Icelandair eru ekki öfundsverðir. Staða félagsins, sem er grafalvarleg, væri vissulega önnur og betri ef ekki væri fyrir MAX-vandræðin. Enginn gat séð þau fyrir en á móti kemur var það – að minnsta kosti út frá sjónarmiðum um áhættustýringu – misráðið að taka níu vélar, sem nánast engin reynsla var komin á, inn í flugflotann á innan við einu ári. Þótt væntingar séu um að Boeing bæti tjónið sem kyrrsetningin hefur valdið er útilokað að segja til um hvenær von sé á slíkum greiðslum né að hversu miklu marki, ef eitthvað, þær kunna að verða í fomi reiðufjár. Það er áhyggjuefni. Lausafjárstaðan hefur versnað, einkum vegna uppgreiðslu á skuldabréfum, og ljóst er að félagið þarf að sækja sér fjármagn til að treysta fjárhaginn, nú þegar erfiðustu mánuðirnir í rekstrinum – fjórði og fyrsti ársfjórðungur – eru fram undan. Ólíklegt er þó að hluthafar séu áhugasamir um koma með aukið hlutafé inn í reksturinn. Fíllinn í herberginu hjá Icelandair er vel þekktur. Launakostnaður er mun meiri en í samanburði við önnur flugfélög og nýting flugáhafna, eins og stjórnendur félagsins hafa ítrekað vikið að, er óviðunandi. Ef á þessari skipan mála verður ekki breyting stefnir í óefni. Flugfreyjur, sem hafa verið með lausa samninga frá áramótum, horfa til þess að fá sambærilegar launahækkanir og um var samið í lífskjarasamningum síðastliðið vor og þá rennur út samningur við flugstjóra og flugmenn um næstu áramót. Svigrúm Icelandair til að taka á sig aukinn launakostnað, eins og er að óbreyttu í vændum, er hins vegar minna en ekki neitt nú um stundir. Þetta ættu allir að vita, líka starfsmenn flugfélagsins. Aðalhagfræðingur Seðlabankans benti á hið augljósa í vikunni. Þótt kjarasamningar hafi verið leiddir til lykta með skynsamari hætti en útlit var fyrir var engu að síður samið um ríflegar launahækkanir sem valda því að samkeppnisstaða Íslands rýrnar enn frekar. Fyrir fyrirtæki sem eiga í harðri erlendri samkeppni, eins og Icelandair, gerir það erfiða stöðu því enn erfiðari. Í kjarabaráttu sinni 2014 vísuðu flugmenn Icelandair til mikillar hækkunar hlutabréfaverðs félagsins sem rök fyrir háum launakröfum sínum. Þess konar röksemdir hljóta að virka í báðar áttir. Gengi bréfa Icelandair hefur nú lækkað um meira en áttatíu prósent á síðustu þrjátíu mánuðum og hluthafar, sem eru einkum lífeyrissjóðir, hafa tapað háum fjárhæðum. Þessi staða er ekki sjálfbær. Hluthafar Icelandair, eins kerfislega mikilvægasta fyrirtækis landsins, ættu að búa sig undir erfiðan vetur.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun