Jói Fel lokar á landsbyggðinni og fjölgar útibúum í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. september 2019 11:09 Jói Fel tók við rekstri á bakaríum á Selfossi og á Hellu fyrir 18 mánuðum síðan. Samsett mynd „Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Lokað vegna óviðráðanlegra aðstæðna,“ er skrifað á miða í glugganum á Guðni Bakari á Selfossi. Tvö af bakaríum í eigu Jóhannesar Felixsonar bakarameistara eru lokuð í augnablikinu, Guðni Bakari á Selfossi og Kökuval á Hellu. Starfsmaður á skrifstofu Jóa Fel í Holtagörðum staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ekki er vitað hvort um tímabundna lokun er að ræða en í samtali við DV í gær sagði Jói Fel að það sé verið að vinna í þessu máli og að „þetta skýrist síðar.“ DV heldur því fram að gjaldþrot vofi yfir bakaríunum tveimur. Samkvæmt Lögbirtingablaðinu var Guðni bakari ehf. úrskurðað gjaldþrota þann 26. ágúst síðastliðinn. Skiptafundur verður fimmtudaginn 28. nóvember næstkomandi. Skjáskot/LögbirtingablaðiðÞann 26. ágúst tilkynnti Jói Fel um opnun á nýju kaffihúsi og bakaríi í Borgartúni í Reykjavík. Í mars á þessu ári opnaði hann einnig útibú í Spönginni í Reykjavík. Guðnabakarí opnaði árið 1972 en Kökuval var stofnað árið 1992. Jói Fel tók við rekstri bakaríanna í desember árið 2017 og breytti nafninu úr Guðnabakarí í Guðni bakari, en hélt rekstrinum aðskildum frá rekstrinum á útibúum Jóa Fel á Höfuðborgarsvæðinu. „Já, það er rétt, ég er búin að kaupa Guðnabakarí á Selfossi og Kökuval á Hellu og tek við rekstri þeirra um áramótin. Bæði eru þessi bakarí flott og verða í svipuðum rekstri áfram en það verður þó smátt og smátt Jóa Fel stíll á þeim“, sagði Jói Fel um kaupin í samtali við Vísi árið 2017. Þá kom fram að engar uppsagnir myndu verða samhliða kaupunum og starfsmenn á báðum stöðum myndu halda vinnu sinni. Eftir kaupin á Bakaríunum tveimur varð Jói Fel eigandi sjö bakaría með samtals meira en hundrað starfsmenn.Íbúar á Selfossi hafa síðustu daga komið að læstum dyrum í bakaríinu Guðni Bakari. Fyrirtækið hefur verið í rekstri frá árinu 1972.Vísir/Magnús HlynurBakaríið Hjá Jóa Fel var stofnað þann 5. nóvember árið 1997. Bakaríið er í dag með sex útibú á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru í Holtagörðum, Spönginni, Smáralind, Litlatúni í Garðabæ, JL húsinu við Hringbraut og á nýjum stað í Borgartúni. Öll framleiðsla fram í Holtagörðunum.Ekki náðist í Jóa Fel við vinnslu fréttar.Fréttin var uppfærð kl. 12:24 með upplýsingum úr Lögbirtingarblaðinu
Árborg Rangárþing ytra Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Jói Fel kaupir bakarí á Selfossi og Hellu Tekur við rekstrinum um áramótin. 22. desember 2017 21:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira