Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 20:00 Vincent Tan er stofnandi og stjórnarformaður Berjaya Group. Hann á ráðandi hlut í félaginu og er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00