Viðskipti innlent

Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11

Hörður Ægisson skrifar
Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna.
Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir

Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík.

Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur.

Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda.

Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum.

Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu.

Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður.


Tengdar fréttir

Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11

Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni.

Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11

Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
4,14
29
788.349
FESTI
2,49
19
795.994
SYN
2,03
5
84.336
MAREL
1,84
31
1.221.491
HEIMA
1,45
5
12.357

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,17
6
110.665
TM
-0,74
7
117.685
SJOVA
-0,71
5
55.817
ORIGO
-0,66
1
105
EIM
-0,6
6
41.667
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.