Viðskipti erlent

Forstjóri Boeing rekinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dennis Muilenburg fráfarandi forstjóri Boeing.
Dennis Muilenburg fráfarandi forstjóri Boeing. vísir/getty

Stjórn bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hefur ákveðið að skipta um forstjóra. Dennis Muilenburg hættir sem forstjóri fyrirtækisins og David L. Calhoun, sem verið hefur stjórnarformaður Boeing, verður forstjóri. Hann tekur við starfinu þann 13. janúar næstkomandi.

Í yfirlýsingu frá Boeing segir að stjórnin hafi ákveðið að nauðsynlegt væri að gera breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins til að auka traust á félaginu.

Forstjóraskiptin koma aðeins viku eftir að Boeing tilkynnti að það stöðva framleiðslu MAX-vélanna sem hafa verið kyrrsettar um heim allan frá því í mars.

 

Í yfirlýsingunni heitir fyrirtækið því að starfa á gagnsæjan hátt með bandarískum flugmálayfirvöldum sem og flugmálayfirvöldum í öðrum ríkjum sem og viðskiptavinum sínum.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Boeing mun stöðva fram­leiðslu 737 MAX tímabundið

Fregnirnar koma í kjölfar þess að bandarísk flugmálayfirvöld gáfu það út í síðustu viku þarlendum flugfélögum yrði ekki leyft að taka umræddar vélar aftur í notkun fyrr en á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×