Viðskipti innlent

Draga upp­sögn Hoy­víkur­samningsins til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Hoyvík í Færeyjum.
Frá Hoyvík í Færeyjum. Getty

Færeyska þingið hefur samþykkt að hætta verði að segja upp Hoyvíkursamningnum. Þetta er gert eftir að Færeyingar og Íslendingar náðu saman um breytingar á samningnum.

Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur milli Færeyinga og Íslendinga sem undirritaður var árið 2005. Færeyingar sögðu upp samningnum fyrir um ári og átti hann að falla úr gildi um komandi áramót.

Ástæða uppsagnar Færeyinga sneri helst að eignarhaldi í sjávarútvegsfyrirtækjum, en samkvæmt færeyskum fiskveiðilögum, sem gerðar voru breytingar á í lok síðasta árs, var lagt bann við erlenda eignaraðild í sjávarútvegsfyrirtækjum. Samherji hefur hins vegar átt eignarhlut í sjávarútvegsfyrirtækinu Framherja.

Ný stjórn tók við völdum í Færeyjum í haust og einsetti sér að vinna að því að halda samningnum í gildi. Náðist að lokum samkomulag um að ekki þurfi að breyta eignarhaldi í sjávarútvegsfyrirtækjum sem nú er í gildi.

Alls greiddu sextán þingmenn atkvæði með því að draga uppsögnina til baka, en þrettán voru því andvígir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×