Körfubolti

Risa tvenna hjá gríska undrinu í 15. sigri Milwaukee í röð | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis Antetokounmpo treður í nótt.
Giannis Antetokounmpo treður í nótt. vísir/getty

Giannis Antetokounmpo var frábær í nótt er Milwaukee vann sinn fimmtánda leik í röð og alls sinn 21. leik af þeim 24 leikjum sem liðið hefur spilað í vetur.

Giannis Antetokounmpo gerði 32 stig og tók fimmtán fráköst er liðið vann níu stiga sigur á Orlando á heimavelli en gengi Milwaukee hefur verið stórkostlegt í vetur.

Þar hefur Grikkinn farið fremstur í flokki en hann hefur verið einn allra besti leikaður tímabilsins það sem af er með rúmlega 30 stig að meðaltali í leik til þessa.
Golden State Warriors tapaði með átta stiga mun fyrir Memphis á heimavelli, 110-102, en stríðsmennirnir hafa einungis unnið fimm af fyrstu 25 leikjum sínum í deildinni.

Alec Burks og D'Angelo Russell vor stigahæstir í liði Golden State með 18 stig en Ja Morant gerði 28 stig fyrir Memphis.


Það gengur ekki né rekur hjá New Orleans en í nótt tapaði liðið níunda leiknum í röð er þeir biðu í lægri hlut fyrir Detroit á heimavelli, 105-103.

Staðan var 47-53, New Orleans í vil í hálfleik en skelfilegur þriðji leikhluti gerði það að verkum að heimamenn misstu Detroit frá sér.
Öll úrslit næturinnar:
LA Clippers - Indiana 110-99
Cleveland - Boston 88-110
Detroit - New Orleans 105-103
Toronto - Chicago 93-92
Sacramento - Houston 119-118
Orlando - Milwaukee 101-110
Minnesota - Phoenix 109-125
Oklahoma City - Utah 104-90
Memphis - Golden State 110-102

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.