Körfubolti

Risa tvenna hjá gríska undrinu í 15. sigri Milwaukee í röð | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis Antetokounmpo treður í nótt.
Giannis Antetokounmpo treður í nótt. vísir/getty

Giannis Antetokounmpo var frábær í nótt er Milwaukee vann sinn fimmtánda leik í röð og alls sinn 21. leik af þeim 24 leikjum sem liðið hefur spilað í vetur.Giannis Antetokounmpo gerði 32 stig og tók fimmtán fráköst er liðið vann níu stiga sigur á Orlando á heimavelli en gengi Milwaukee hefur verið stórkostlegt í vetur.Þar hefur Grikkinn farið fremstur í flokki en hann hefur verið einn allra besti leikaður tímabilsins það sem af er með rúmlega 30 stig að meðaltali í leik til þessa.

Golden State Warriors tapaði með átta stiga mun fyrir Memphis á heimavelli, 110-102, en stríðsmennirnir hafa einungis unnið fimm af fyrstu 25 leikjum sínum í deildinni.Alec Burks og D'Angelo Russell vor stigahæstir í liði Golden State með 18 stig en Ja Morant gerði 28 stig fyrir Memphis.

Það gengur ekki né rekur hjá New Orleans en í nótt tapaði liðið níunda leiknum í röð er þeir biðu í lægri hlut fyrir Detroit á heimavelli, 105-103.Staðan var 47-53, New Orleans í vil í hálfleik en skelfilegur þriðji leikhluti gerði það að verkum að heimamenn misstu Detroit frá sér.

Öll úrslit næturinnar:

LA Clippers - Indiana 110-99

Cleveland - Boston 88-110

Detroit - New Orleans 105-103

Toronto - Chicago 93-92

Sacramento - Houston 119-118

Orlando - Milwaukee 101-110

Minnesota - Phoenix 109-125

Oklahoma City - Utah 104-90

Memphis - Golden State 110-102

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.