Enski boltinn

Úti­lokar ekki að taka við E­ver­ton í fram­tíðinni þrátt fyrir tenginguna við erki­fjendurna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rafa Benitez er hann var með Newcastle.
Rafa Benitez er hann var með Newcastle. vísir/getty

Rafael Benitez, stjóri kínverska félagsins Dalian Yifang, útilokar ekki að taka við Everton í framtíðinni þrátt fyrir að hann hafi verið þjálfari erkifjendanna í Liverpool á árum áður.

Benitez var gestur Monday Night Football á Sky Sports í gær var sem hann fór rætti margt og mikið en lærisveinn hans Jamie Carragher var einnig í settinu.

Carragher spurði hann út í þær sögusagnir um að spænski stjórinn væri orðaður við Everton og Benitez svaraði því.

„Augljóslega þá hef ég tengingar við Liverpool en á sama tíma á fjölskyldan marga vini í borginni. Bæði stuðningsmenn Everton og Liverpool. Það eru ekki nein vandamál með stuðningsmennina,“ sagði Benitez í þættinum í gær.

„Auðvitað erum við tengdari Liverpool en ég er atvinnumaður og í framtíðinni veistu aldrei. Ímyndaðu þér að ég vil vera á Englandi og vera nærri fjölskyldu minni og þetta starf myndi koma upp.“Á meðan Benitez starfaði hjá Liverpool kom hann í viðtal þar sem hann sagði að Everton væri lítið félag og hann sér eftir því.

„Ég gerði mistök. Ég ætlaði að segja að þeir væru lítið lið því þeir áttu bara eitt færi gegn okkur og vörðust of neðarlega. Stuðningsmenn Liverpool voru ánægðir en Everton ekki . Ég ætlaði ekki að segja að þeir væru lítið félag heldur lítið lið á þeim tíma.“

„Ég á í góðri tengingu við samfélagið í borginni, ekki bara stuðningsmenn Liverpool, en á þessum tímapunkti er ég ekki að koma aftur því ég er ánægður í Kína.“

„Maður veit svo ekki hvað gerist í framtíðinni. Ég er atvinnumaður og ég elska Liverpool og stuðningsmennina en ég vil halda áfram að vinna við ástríðu mína,“ sagði Benitez.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.