Körfubolti

Stóru liðin sluppu við hvert annað hjá körlunum en Keflavík og KR mætast hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Sigurjón

Keflavík, Grindavík, Stjarnan og Tindastóll lentu ekki saman þegar dregið var í átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta í dag. Hjá konunum mætast aftur á móti Keflavík og KR.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, dróg liðin saman í átta liða úrslit Geysisbikarsin í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í dag.

Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki fengu heimaleik á móti Val, norðanliðin Tindastóll og Þór mætast á Sauðárkróki, Falur Harðarson og lærisveinar hans í Fjölni fá Keflavík í heimsókn og Sindri tekur á móti Grindavík á Hornafirði.

Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki fengu heimaleik á móti Breiðabliki, Keflavík mætir KR í Keflavík, 1. deildarlið ÍR fær Skallagrím í heimsókn og Haukakonur taka á móti Grindavík á Ásvöllum.

Allir leikirnir fara fram 19. til. 20. janúar á næsta ári en í boði verður sæti í bikarúrslitavikunni í Laugardalshöllinni.


Átta liða úrslit  Geysisbikars karla: 
Fjölnir - Keflavík
Sindri - Grindavík
Stjarnan - Valur
Tindastóll - Þór Ak.

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúar


Átta liða úrslit  Geysisbikars kvenna:
Keflavík - KR
Valur - Breiðablik
ÍR - Skallagrímur
Haukar - Grindavík

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.