Körfubolti

Stóru liðin sluppu við hvert annað hjá körlunum en Keflavík og KR mætast hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Sigurjón

Keflavík, Grindavík, Stjarnan og Tindastóll lentu ekki saman þegar dregið var í átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta í dag. Hjá konunum mætast aftur á móti Keflavík og KR.

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, dróg liðin saman í átta liða úrslit Geysisbikarsin í fundarsal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal í dag.

Bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki fengu heimaleik á móti Val, norðanliðin Tindastóll og Þór mætast á Sauðárkróki, Falur Harðarson og lærisveinar hans í Fjölni fá Keflavík í heimsókn og Sindri tekur á móti Grindavík á Hornafirði.

Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki fengu heimaleik á móti Breiðabliki, Keflavík mætir KR í Keflavík, 1. deildarlið ÍR fær Skallagrím í heimsókn og Haukakonur taka á móti Grindavík á Ásvöllum.

Allir leikirnir fara fram 19. til. 20. janúar á næsta ári en í boði verður sæti í bikarúrslitavikunni í Laugardalshöllinni.



Átta liða úrslit  Geysisbikars karla: 

Fjölnir - Keflavík

Sindri - Grindavík

Stjarnan - Valur

Tindastóll - Þór Ak.

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúar



Átta liða úrslit  Geysisbikars kvenna:

Keflavík - KR

Valur - Breiðablik

ÍR - Skallagrímur

Haukar - Grindavík

Leikirnir fara fram 19. og 20. janúar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×