Viðskipti innlent

Simmi Vill og Óli Valur skoða kaup á Huppu-ísbúðunum

Jakob Bjarnar skrifar
Simmi Vill ásamt félaga sínum Óla Val eru nú að skoða Huppu-ísbúðirnar með kaup á keðjunni í huga.
Simmi Vill ásamt félaga sínum Óla Val eru nú að skoða Huppu-ísbúðirnar með kaup á keðjunni í huga. visir/vilhelm

Samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður ásamt viðskiptafélaga sínum Óla Val Steindórssyni, sem kenndur er við Hlölla-staðinn, gert tilboð í Huppu-ísbúðirnar. Reksturinn er nú til ítarlegrar skoðunar og ef fer sem horfir gætu kaupin gengið í gegn snemma á nýju ári.

Huppu-ísbúðirnar hafa notið mikilla vinsælda en upphaflega var stofnað til þeirra með ísbúð á Selfossi. Fljótlega færðu rekstraraðilar út kvíarnar og nú eru fjórar ísbúðir undir þessu merki starfandi; í Spönginni, Álfheimum og Kringlunni.

„Þetta er eitt af flottu vörumerkjunum á markaði í dag og við höfum áhuga á flottum vörumerkjum. Margt sem við erum að skoða,“ segir Sigmar Vilhjálmsson í samtali við Vísi. En vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Það væri á viðkvæmu stigi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.