Fótbolti

Fauk í Ron­aldo eftir að á­horf­andi hljóp inn á völlinn og greip í hann | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sá portúgalski var ekki sáttur.
Sá portúgalski var ekki sáttur. vísir/getty

Cristiano Ronaldo var ekki skemmt í gærkvöldi eftir leik Juventus og Bayer Leverkusen í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Öryggisgæslan var greinilega ekki upp á marga fiska í gærkvöldi í Þýskalandi því tveir áhorfendur náðu í gegnum öryggisgæsluna og inn á völlinn.

Fyrri áhorfandinn hljóp upp á völlinn og heilsaði á Ronaldo í miðjum leik en síðari eftir leikinn. Hann hins vegar greip í Ronaldo sem virtist allt annað en sáttur.

Klippa: Ronaldo reiddist áhorfenda


Kjartan Atli Kjartansson, Reynir Leósson, Davíð Þór Viðarsson og Ólafur Ingi Skúlason fylgdust með öllu sem gerðist í Meistaradeildarmessunni í gær og fjölluðu um atvikið.

Ronaldo skoraði fyrra mark Juventus í sigrinum sem er örugglega komið áfram í 16-liða úrslitin.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.