Enski boltinn

Rod­gers segir að Leicester muni ekki selja stjörnurnar sínar í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers líflegur á hliðarlínunni.
Rodgers líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að Leicester muni ekki selja sínar helstu stjörnur er janúarglugginn opnar.

Leicester hefur leikið afar vel í ensku deildinni það sem af er vetri og er í 2. sæti deildarinnar en margir leikmenn hafa vakið athygli stærri liða.

James Maddison og Caglar Soyuncu eru á meðal þeirra en Soyuncu hefur verið nefndur á óskalista Manchester City.

„Það mun enginn yfirgefa félagið í janúar,“ sagði Rodgers á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar. En eru þetta skilaboð sem koma frá æðri mönnum innan Leicester?

„Nei. En ég er viss um að ef við myndum ræða þetta saman þá væri það einnig niðurstaðan. Ég tala reglulega við John Rudkin og eigendurna en ég hef ekki talað við þá í dag um þetta,“ en Rudkin er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.







„Það er klárt að við viljum halda þessu liði saman. Þetta er spennandi lið sem er að vaxa og þróast. Svo við viljum halda þeim áfram hjá félaginu í janúar.“

Leicester mætir Norwich á heimavelli um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×