Handbolti

Álaborg styrkti stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. vísir/getty

Þrír leikir voru á dagskrá dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og þar komu sex íslenskir leikmenn við sögu.

Íslendingalið Álaborgar vann tveggja marka sigur á liði Árósa, 28-26, og venju samkvæmt mæddi mikið á Janusi Daða Smárasyni í sóknarleik Álaborgar.

Hann skoraði tvö mörk úr sex skotum auk þess að eiga 3 stoðsendingar.

Það var Íslendingaslagur í Kolding þar sem Árni Bragi Eyjólfsson og Ólafur Gústafsson leika en þeir fengu Arnar Birki Hálfdánsson, Svein Jóhannsson og félaga í Sönderjyske í heimsókn. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið miklu betri en Sönderjyske vann níu marka sigur, 24-33, eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 11-17.

Arnar Birkir skoraði eitt mark en aðrir Íslendingar komust ekki á blað í leiknum.

Þá var Þráinn Orri Jónsson með Silkeborg þegar liðið vann nauman sigur á Lemvig, 31-30 en Þráinn komst ekki á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.