Golf

Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dustin Johnson og Gary Woodland unnu sína viðureign.
Dustin Johnson og Gary Woodland unnu sína viðureign. vísir/getty

Fyrir lokaumferðina í Forsetabikarnum í golfi er heimsúrvalið með tíu vinninga gegn átta vinningum bandaríska liðsins. Leikið er í Melbourne í Ástralíu.

Bandaríkjamenn björguðu sér fyrir horn með góðri seinni umferð og eiga því enn möguleika fyrir lokaumferðina.

Í fyrri umferðinni í gær, þar sem leikinn var fjórbolti, fékk heimsúrvalið 2,5 vinning en bandaríska liðið 1,5 vinning.

Í seinni umferðinni náði bandaríska liðið sér betur á strik og fékk þrjá vinninga en heimsúrvalið aðeins einn.

Heimsúrvalið hefur aðeins einu sinni unnið Forsetabikarinn, árið 1998. Þeir geta breytt því í lokaumferðinni í nótt.

Tiger Woods, fyrirliði Bandaríkjanna, keppti ekki í dag. Í fyrsta leik lokaumferðarinnar mætir hann Abraham Ancer frá Mexíkó.

Bein útsending frá lokaumferð Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf.

Þriðja umferð:

Haotong Li/Marc Leishman 3&2 Rickie Fowler/Justin Thomas

Abraham Ancer/Sungjae Im 3&2 Patrick Cantlay/Xander Schauffele

C.T. Pan/Hideki Matsuyama 5&3 Webb Simpson/Patrick Reed

Byeong Hun An/Adam Scott Jafnt Tony Finau/Matt Kuchar

Fjórða umferð:

Adam Scott/Louis Oosthuizen 2&1 Gary Woodland/Dustin Johnson 

Abraham Ancer/Marc Leishman Jafnt Rickie Fowler/Justin Thomas

Sungjae Im/Cameron Smith 2&1 Patrick Cantlay/Xander Schauffele

Joaquin Niemann/Byeong Hun An Jafnt Tony Finau/Matt Kuchar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×