Golf

Heimsúrvalið með forystu fyrir lokaumferð Forsetabikarsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dustin Johnson og Gary Woodland unnu sína viðureign.
Dustin Johnson og Gary Woodland unnu sína viðureign. vísir/getty

Fyrir lokaumferðina í Forsetabikarnum í golfi er heimsúrvalið með tíu vinninga gegn átta vinningum bandaríska liðsins. Leikið er í Melbourne í Ástralíu.

Bandaríkjamenn björguðu sér fyrir horn með góðri seinni umferð og eiga því enn möguleika fyrir lokaumferðina.

Í fyrri umferðinni í gær, þar sem leikinn var fjórbolti, fékk heimsúrvalið 2,5 vinning en bandaríska liðið 1,5 vinning.

Í seinni umferðinni náði bandaríska liðið sér betur á strik og fékk þrjá vinninga en heimsúrvalið aðeins einn.

Heimsúrvalið hefur aðeins einu sinni unnið Forsetabikarinn, árið 1998. Þeir geta breytt því í lokaumferðinni í nótt.

Tiger Woods, fyrirliði Bandaríkjanna, keppti ekki í dag. Í fyrsta leik lokaumferðarinnar mætir hann Abraham Ancer frá Mexíkó.

Bein útsending frá lokaumferð Forsetabikarsins hefst klukkan 23:00 á Stöð 2 Golf.

Þriðja umferð:
Haotong Li/Marc Leishman 3&2 Rickie Fowler/Justin Thomas
Abraham Ancer/Sungjae Im 3&2 Patrick Cantlay/Xander Schauffele
C.T. Pan/Hideki Matsuyama 5&3 Webb Simpson/Patrick Reed
Byeong Hun An/Adam Scott Jafnt Tony Finau/Matt Kuchar

Fjórða umferð:
Adam Scott/Louis Oosthuizen 2&1 Gary Woodland/Dustin Johnson 
Abraham Ancer/Marc Leishman Jafnt Rickie Fowler/Justin Thomas
Sungjae Im/Cameron Smith 2&1 Patrick Cantlay/Xander Schauffele
Joaquin Niemann/Byeong Hun An Jafnt Tony Finau/Matt KucharAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.