Lífið

Segist ekki eiga í ástarsambandi við Caitlyn Jenner

Sylvía Hall skrifar
Sophia og Caitlyn á góðri stundu í september.
Sophia og Caitlyn á góðri stundu í september. Vísir/Getty

Hin 23 ára Sophia Hutchins hefur verið orðuð við ólympíuverðlaunahafann og raunveruleikastjörnuna Caitlyn Jenner í rúmt ár núna. Hún hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um samband þeirra og segir allar fréttir af meintu ástarsambandi þeirra vera rangar. Þær hafi einungis verið nánar vinkonur og hún starfað sem umboðsmaður Jenner en 47 ára aldursmunur er á þeim stöllum. Hutchins býr með Jenner í Malibu og hafa þær sést mæta saman á hina ýmsu viðburði undanfarið ár. Ástæðan fyrir því að fólk hafi haldið að hún og Jenner ættu í ástarsambandi er að hennar sögn sú að þær hafa ekki lýst því formlega yfir hvers eðlis samband þeirra er fyrr en nú í viðtali við The New York Times.Aðspurð hvers vegna hún hefur ekki leiðrétt misskilninginn fyrr en nú segist hún einfaldlega ekki haft þörf fyrir að tjá sig opinberlega um ástarlíf sitt, hún sé þessa stundina í sambandi með þrítugum manni sem hafi útskrifast úr Harvard og starfi í mekka fjármálageirans á Wall Street.Jenner neitaði The New York Times um viðtal vegna viðtalsins við Hutchins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði Hutchins hafa verið sína bestu vinkonu, fjölskyldu og trúnaðarmann síðustu ár.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.