Skoðun

Hvenær hrósaðir þú síðast?

Anna Claessen skrifar

„Flott greinin hjá þér um daginn. Þú ert að gera svo flotta hluti,“ sagði kunningi minn við mig. Þetta hrós gaf mér orkuskot! Þvílík vellíðan!

Manstu þegar maður var krakki og það var endalaust af fólki að hvetja mann áfram. Hvetja mann til að labba, tala, syngja, dansa o.s.frv.

Hvað varð um þessi hrós og hvatningu?

Þarf maður ekki meira á því að halda sem fullorðinn einstaklingur?

Þegar maður er stöðugt að læra nýja hluti sem maður kann ekkert og er auðveldara að klúðra og í framhaldið vera vondur við sjálfum sér yfir.

Hvaða hrós myndir þú vilja heyra?

Hrós eru kölluð H-Vítamín af ástæðu.

Andlegu vítamínin.

Ættum að taka þau daglega.

En líka að gefa....

Hvenær hrósaðir þú síðast?

Er þetta ekki annars tími kærleika

Tími til að sýna fólki hvað þér þykir vænt um þau.

Sjáðu áhrifin:




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×