Urðu „skotnir í dæminu“ og keyptu Íslendingahótelið í Ölpunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 21:30 Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau. Aðsend Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Nýr hópur Íslendinga hefur keypt hið svokallaða Íslendingahótel í austurrísku Ölpunum. Hótelið hefur verið vinsæll áfangastaður Íslendinga í gegnum tíðina en rekstur þess hefur verið í höndum Íslendinga í fimmtán ár. Nýir eigendur hlakka til að gera hótelið að sínu og stefna á að taka við fyrstu gestunum fyrir jól.Sjá einnig: Reka hótel í Ölpunum „Við hlökkum bara til!“ Hótelið heitir Skihotel Speiereck og er í bænum St. Michael im Lungau í landi Salzburgar í Austurríki. Guðvarður Gíslason, sem rekur Petersen-svítuna og Gamla bíó hér heima, stendur að rekstrinum ásamt félögum sínum, Árna Rúdolfi Rúdolfssyni og Reyni Elvari Kristinssyni. „Við erum að kaupa húseign sem hefur verið hótel og erum að taka við því þessa dagana. Við erum að laga til og gera allt saman gott áður en við fáum fyrstu gestina sem byrja að koma 19. desember,“ segir Guðvarður, sem nú er staddur úti í Austurríki að undirbúa opnunina, í samtali við Vísi. Guðvarður, Reynir og Árni ásamt Þuríði Þórðardóttur, fyrrverandi eiganda hótelsins.Aðsend „Þetta hefur verið þekkt sem Íslendingahótelið í Austurríki og við erum ekki að sjá fyrir okkur að breyta einu eða neinu nema að laga til í húsinu og gera það meira „okkar“ en hefur verið. Aðrir eigendur hafa staðið vel að verki í heil fimmtán ár. Við hlökkum bara til!“ Stukku út í djúpu laugina Guðvarður, Árni og Reynir hafa verið vinir í mörg ár. Þá eru þeir allir skíðamenn og hafa einmitt heimsótt umrætt Íslendingahótel til skíðaiðkunar – og þótt afar gaman. Guðvarður segir að skíðaáhuginn sé eitt af því sem hafi hvatt félagana til að ráðast í reksturinn. Guðvarður kátur við þrif á eldhúsinu.Aðsend „Svo kemur þetta inn á borð hjá okkur og við urðum bara skotnir í dæminu. Það er stokkið út í djúpu laugina. Af hverju ekki? Við eigum stórar fjölskyldur allir þrír sem hafa áhuga að því að koma að þessu og svo eigum við stóran vinahóp. Við ætlum svo sem ekki að vera einir eigendur að þessu heldur erum við hiklaust að leita að fleiri fjárfestum til að bæta og breyta hótelinu til hins betra.“ Guðvarður segir fjárfestingu félaganna aðeins fólgna í húseigninni, engin viðskipti hafi verið keypt. Þá standi þessa dagana yfir leit að starfsfólki og síðast í dag urðu vendingar í þeim efnum. „Við vorum að ganga frá því í dag að ráða konu sem ætlar að vera hér húsfrú á staðnum fyrir okkar hönd. Hún er íslensk og alvön úr hótelviðskiptum heima á Íslandi.“ Fyrrverandi rekstraraðili kveður Þorgrímur Kristjánsson, sem rak hótelið um árabil ásamt Þuríði Þórðardóttur, kveður hótelið með söknuði í færslu sem hann birti á Facebook í vikunni. Þar óskar hann nýjum eigendum velfarnaðar og kveðst sjálfur stefna á frekari skíðahótelrekstur í Ölpunum. „Nýir aðilar eru búnir að taka við sem er vonandi ánægjuefni og óska ég þeim góðs gengis. Ég er búin að byggja þetta hótel upp síðaststliðin 15 ár. Svona er þetta stundum. Yndislegir gestir og ekki má gleyma frábæru starfsfólki,“ skrifar Þorgrímur. Skjáskot/Facebook Svo virðist sem Íslendinga þyrsti sem aldrei fyrr í skíðaferðir til útlanda. Vefurinn Túristi greindi frá því í vikunni að ferðaskrifstofur fyndu fyrir stórauknum áhuga á skíðaferðum til Evrópu miðað við síðustu ár, einkum til Sviss og Austurríkis. Séð inn á barinn á Skihotel Speiereck.Aðsend
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Viðskipti erlent Íslenskar útgerðir bíða átekta meðan tugir erlendra skipa moka upp loðnu Viðskipti innlent Svana og Davíð til Datera Viðskipti innlent Þessar fjórar ástæður geta gert fólk örmagna á fjarfundum Atvinnulíf Microsoft lætur undan þrýstingi Viðskipti erlent Eyesland áfram með lága verðið Kynningar Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira