Enski boltinn

Minamino fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Takumi Minamino í leik á móti Liverpool í Meistaradeildinni.
Takumi Minamino í leik á móti Liverpool í Meistaradeildinni. Getty/Michael Molzar

Takumi Minamino er á leiðinni í læknisskoðun hjá Liverpool í dag og Liverpool mun því að öllum líkindum ganga frá kaupunum á honum frá Red Bull Salzburg 1. janúar næstkomandi.

Liverpool er því ekkert að bíða með að ganga frá þessum kaupum sem eru áætluð að ganga í gegn um leið og glugginn opnar.



Liverpool mun kaupa upp samning Takumi Minamino hjá Red Bull Salzburg sem var samkvæmt samningi hans falur fyrir 7,25 milljónir punda. RB Salzburg keypti hann frá japanska félaginu Cerezo Osaka fyrir minna en eina milljón árið 2015.

Takumi Minamino er 24 ára gamall og er með níu mörk og ellefu stoðsendingar í 22 leikjum með Red Bull Salzburg á þessu tímabili.

Minamino var bæði með mark og stoðsendingu á móti Liverpool í Meistaradeildarleik félaganna á Anfield.

Þrátt fyrir að Minamino hafi bæði spilað í Meistaradeildinni og á móti Liverpool í Meistaradeildinni verður hann samt löglegur í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool mætir spænska liðinu Atletico Madrid í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×