Viðskipti innlent

Leyfa sölu áfengis í gegnum vefverslun

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm

Tvær undanþágur á einokun ÁTVR koma fram í frumvarpi sem áformað er að leggja fram til breytinga á áfengislögum. Að heimila innlenda vefverslun með áfengi og að framleiðendur áfengis fái að selja það beint til neytenda.Á grundvelli áfengislaga um verslun með áfengi og tóbak hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einokun á smásölu áfengis til neytenda. Árið 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn og almenningi gert kleift að flytja áfengi til landsins, þó ekki til smásölu.Í lögunum er þó ekki kveðið á um að leyfi þurfi svo að almenningur geti flutt áfengi til landsins til einkaneyslu. Hefur þetta leitt til þess að almenningur hefur um áratugaskeið getað keypt sér áfengi í erlendum verslunum, t.d. í gegnum netið og látið senda heim að dyrum á Íslandi, að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum.Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er opið til umsagna í samráðsgátt er ráðgert að heimila innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Þannig sé sívaxandi kröfum neytenda mætt um aukið valfrelsi. Einnig sé með þeim  hætti staða innlendrar verslunar jöfnuð við þá erlendu og er þar vísað til jafnræðis, enda sé innlendri verslun mismunað þegar neytendur geta pantað áfengi af erlendum vefsíðum.Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að heimilt verði að selja áfengi í smásölu til neytenda. Þar er verið að mæta kröfum minni áfengisframleiðenda og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Þannig geti áfengisframleiðandi selt eigin framleiðslu á framleiðslustaðnum. Það tíðkist í nágrannalöndum okkar þar sem smásala á handverksáfengi er algeng til dæmis í ferðaþjónustu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.