Handbolti

Smá basl í byrjun en svo keyrðu stelpurnar hans Þóris yfir þær slóvensku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson teflir fram mjög öflugu liði á HM í Japan.
Þórir Hergeirsson teflir fram mjög öflugu liði á HM í Japan. Getty/Baptiste Fernandez
Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Japan og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið.Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu sextán marka sigur á Slóveníu, 36-20, í öðrum leik sínum en höfðu áður unnið 31 markas stórsigur á Kúbu.Markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin voru lykill að flottum sigri en norska liðið raðaði inn mörkum úr hröðum upphlaupum í þessum leik.Silje Solberg varð mjög vel í markinu og Marit Røsberg Jacobsen raðaði inn hraðaupphlaupsmörkunum. Jacobsen var markahæst með átta mörk en þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem voru með sex mörk hvor.Solberg var kosin besti leikmaðurinn í leiknum en hún varði 12 skot eða 43 prósent skotanna sem á hana komu.Slóvensku stelpurnar unnu glæsilegan sigur á Hollandi í fyrsta leik og byrjuðu líka mjög vel á móti Noregi í dag. Í upphafi leit allt út fyrir jafnan og spennandi leik.  

Slóvenar komust í 7-4 og þvinguðu Þóri til að taka leikhlé. Norsku stelpurnar vöknuðu við það og komust einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12.Norska liðið keyrði síðan yfir það slóvenska eftir hálfleiksræðu Selfyssingsins en Noregur vann fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2.Slóvensku stelpurnar brotnuðu endanlega eftir tuttugu mínútna leik og munurinn á liðunum varð á endanum heil sextán mörk.Hollensku stelpurnar unnu fyrr í dag sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu Angóla en Serbar eru með fullt hús eins og Noregur eftir stórsigur á Kúbu.Í D-riðli, hinum riðlinum sem var spilaður í dag, þá hafa Rússland, Japan og Svíþjóð unnið tvö fyrstu leiki sína án mikillar mótstöðu.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill

Kúba - Serbía 27-46

Angóla - Holland 28-35

Slóvenía - Noregur 30-36Stig: Noregur 4, Serbía 4, Slóvenía 2, Holland 2, Angóla 0, Kúba 0.D-riðill

Argentína - Rússland 22-35

Austur Kóngó - Japan 16-28

Kína - Svíþjóð 19-32Stig: Rússland 4, Japan 4, Svíþjóð 4, Kína 0, Argentína 0, Austur Kóngó 0.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.