Smá basl í byrjun en svo keyrðu stelpurnar hans Þóris yfir þær slóvensku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 13:00 Þórir Hergeirsson teflir fram mjög öflugu liði á HM í Japan. Getty/Baptiste Fernandez Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Japan og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu sextán marka sigur á Slóveníu, 36-20, í öðrum leik sínum en höfðu áður unnið 31 markas stórsigur á Kúbu. Markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin voru lykill að flottum sigri en norska liðið raðaði inn mörkum úr hröðum upphlaupum í þessum leik. Silje Solberg varð mjög vel í markinu og Marit Røsberg Jacobsen raðaði inn hraðaupphlaupsmörkunum. Jacobsen var markahæst með átta mörk en þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem voru með sex mörk hvor. Solberg var kosin besti leikmaðurinn í leiknum en hún varði 12 skot eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Slóvensku stelpurnar unnu glæsilegan sigur á Hollandi í fyrsta leik og byrjuðu líka mjög vel á móti Noregi í dag. Í upphafi leit allt út fyrir jafnan og spennandi leik. Slóvenar komust í 7-4 og þvinguðu Þóri til að taka leikhlé. Norsku stelpurnar vöknuðu við það og komust einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Norska liðið keyrði síðan yfir það slóvenska eftir hálfleiksræðu Selfyssingsins en Noregur vann fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. Slóvensku stelpurnar brotnuðu endanlega eftir tuttugu mínútna leik og munurinn á liðunum varð á endanum heil sextán mörk. Hollensku stelpurnar unnu fyrr í dag sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu Angóla en Serbar eru með fullt hús eins og Noregur eftir stórsigur á Kúbu. Í D-riðli, hinum riðlinum sem var spilaður í dag, þá hafa Rússland, Japan og Svíþjóð unnið tvö fyrstu leiki sína án mikillar mótstöðu.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Serbía 27-46 Angóla - Holland 28-35 Slóvenía - Noregur 30-36Stig: Noregur 4, Serbía 4, Slóvenía 2, Holland 2, Angóla 0, Kúba 0.D-riðill Argentína - Rússland 22-35 Austur Kóngó - Japan 16-28 Kína - Svíþjóð 19-32Stig: Rússland 4, Japan 4, Svíþjóð 4, Kína 0, Argentína 0, Austur Kóngó 0. Handbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta hefur unnið tvo fyrstu leiki sína á HM í handbolta í Japan og frammistaðan lofar góðu fyrir framhaldið. Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar unnu sextán marka sigur á Slóveníu, 36-20, í öðrum leik sínum en höfðu áður unnið 31 markas stórsigur á Kúbu. Markvarslan, vörnin og hraðaupphlaupin voru lykill að flottum sigri en norska liðið raðaði inn mörkum úr hröðum upphlaupum í þessum leik. Silje Solberg varð mjög vel í markinu og Marit Røsberg Jacobsen raðaði inn hraðaupphlaupsmörkunum. Jacobsen var markahæst með átta mörk en þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem voru með sex mörk hvor. Solberg var kosin besti leikmaðurinn í leiknum en hún varði 12 skot eða 43 prósent skotanna sem á hana komu. Slóvensku stelpurnar unnu glæsilegan sigur á Hollandi í fyrsta leik og byrjuðu líka mjög vel á móti Noregi í dag. Í upphafi leit allt út fyrir jafnan og spennandi leik. Slóvenar komust í 7-4 og þvinguðu Þóri til að taka leikhlé. Norsku stelpurnar vöknuðu við það og komust einu marki yfir fyrir hálfleik, 13-12. Norska liðið keyrði síðan yfir það slóvenska eftir hálfleiksræðu Selfyssingsins en Noregur vann fyrstu tólf mínútur seinni hálfleiksins 8-2. Slóvensku stelpurnar brotnuðu endanlega eftir tuttugu mínútna leik og munurinn á liðunum varð á endanum heil sextán mörk. Hollensku stelpurnar unnu fyrr í dag sinn fyrsta leik á mótinu þegar þær lögðu Angóla en Serbar eru með fullt hús eins og Noregur eftir stórsigur á Kúbu. Í D-riðli, hinum riðlinum sem var spilaður í dag, þá hafa Rússland, Japan og Svíþjóð unnið tvö fyrstu leiki sína án mikillar mótstöðu.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:A-riðill Kúba - Serbía 27-46 Angóla - Holland 28-35 Slóvenía - Noregur 30-36Stig: Noregur 4, Serbía 4, Slóvenía 2, Holland 2, Angóla 0, Kúba 0.D-riðill Argentína - Rússland 22-35 Austur Kóngó - Japan 16-28 Kína - Svíþjóð 19-32Stig: Rússland 4, Japan 4, Svíþjóð 4, Kína 0, Argentína 0, Austur Kóngó 0.
Handbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira