Uppgjör: Auðvelt hjá Hamilton í síðustu keppni áratugsins Bragi Þórðarson skrifar 2. desember 2019 21:30 Nú þarf ekki að nota vélbúnaðinn aftur, þá má loksins spóla í hringi. Vísir/Getty Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel.
Formúla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira