Viðskipti erlent

Facebook prófar að hjálpa notendum að flytja myndir sínar

Samúel Karl Ólason skrifar
Facebook hefur að undanförnu orðið fyrir miklum þrýstingi frá yfirvöldum um allan heim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur verið krafið um snýr að því að Facebook slaki takið á gögnum notenda. Myndir eru þar á meðal.
Facebook hefur að undanförnu orðið fyrir miklum þrýstingi frá yfirvöldum um allan heim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur verið krafið um snýr að því að Facebook slaki takið á gögnum notenda. Myndir eru þar á meðal. Vísir/Getty

Facebook vinnur nú að tilraunum með nýtt tól sem gerir notendum samfélagsmiðla fyrirtækisins að færa myndir sínar til annarra fyrirtækja með auðveldum hætti. Fyrst um sinn munu notendur geta flutt myndir sína á Facebook yfir í Google Photos en það verður ekki mögulegt öllum fyrr en einhvern tímann á fyrri helmingi næsta árs.

Enn sem komið er, er þjónustan eingöngu aðgengileg á Írlandi, samkvæmt yfirlýsingu.

Facebook hefur að undanförnu orðið fyrir miklum þrýstingi frá yfirvöldum um allan heim. Meðal þess sem fyrirtækið hefur verið krafið um snýr að því að Facebook slaki takið á gögnum notenda. Myndir eru þar á meðal.

Fyrirtækið birti skýrslu í september sem fjallar um flutning gagna og persónuvernd. Í inngangi skýrslunnar segir að stjórnmálamenn um heim allan séu á þeirri skoðun að notendur ættu að geta flutt gögn sín frá einni þjónustu til annarrar, þar sem það gæti ýtt undir samkeppni. Hins vegar sé það verulega flókið og nauðsynlegt sé að vernda gögnin.

Áðurnefnt tól Facebook er, samkvæmt tilkynningunni, til komið vegna þessara skýrslu.

Enn fremur segir í yfirlýsingunni að forsvarsmenn Facebook vonist til þess að með þessari aðgerð geti umræðan um gagnaflutning og persónuvernd haldið áfram. Nauðsynlegt sé þó að semja skýrar reglur um hvers konar gögn eigi að vera hægt að flytja á milli fyrirtækja og hver beri ábyrgð á vernd þeirra gagna.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.