Ekki bótaskylt vegna tugmilljóna fjárdráttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 09:15 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá 3 milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27