Viðskipti innlent

Vildu 71 milljón úr búi iglo+indi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Helga Ólafsdóttir var yfirhönnuður og aðaleigandi verslunarinnar.
Helga Ólafsdóttir var yfirhönnuður og aðaleigandi verslunarinnar. igloindi.com
Engar eignir fundust í búi hönnunarverslunarinnar iglo+indi sem, eins og greint var frá, var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september síðastliðinn. Lýstar kröfur í búið námu rúmlega 71 milljón króna og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember, án þess að greiðsla fengist upp í kröfur.Verslunin var rekin í félaginu Ígló ehf. sem stofnað var af Helgu Ólafsdóttir og Lovísu Ólafsdóttur árið 2008 og sérhæfði sig í hönnun barnafata. Helga, sem titluð var eigandi og yfirhönnuður, tjáði sig um gjaldþrotið á sínum tíma og sagði það hafa verið nokkuð áfall. Það hafi þurft þol og metnað til að hanna og framleiða þær 2500 mismunandi flíkur sem aðstandendur fyrirtækisins gerðu, meðan þess naut við.Sjá einnig: „Erfitt að sætta sig við hvernig fór“Barnafatamerkið iglo+indi hafði vakið athygli víða um heim og voru fatalínur þeirra meðal sýndar á tískusýningum erlendis. Fyrirtækið byrjaði að leggja meiri áherslu á erlenda markaði árið 2013 og voru vörur þeirra á tímabili seldar í yfir hundrað verslunum.„Það er flókið fyrir lítil hönnunarfyrirtæki á Íslandi að lifa af. Rekstrarumhverfið er ekki bara sveiflukennt heldur er mjög dýrt að þróa, framleiða, markaðssetja og selja íslenska hönnun hérlendis og erlendis,“ skrifaði Helga við fall fyrirtækisins.„Að hafa lifað af í þessu rekstrarumhverfi í ellefu ár er bara nokkuð gott ef miðað er við sambærileg fyrirtæki í þessum bransa. Það er samt engin huggun í því og að þurfa að kveðja á þennan hátt hefur verið ansi erfitt. Það er erfitt að sætta sig við það hvernig fór.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.