Viðskipti innlent

Yngvi stígur úr stjórn Sýnar og verður framkvæmdastjóri

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Yngvi Halldórsson átti 0,01% hlut í Sýn í árslok 2018.
Yngvi Halldórsson átti 0,01% hlut í Sýn í árslok 2018. Sýn

Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sýnar hf. og hefur því sagt sig úr stjórn félagsins, þar sem hann hefur setið síðan árið 2014. Yngvi tekur til starfa í byrjun janúar. Óli Rúnar Jónsson sem verið hefur varamaður í stjórn Sýnar kemur inn sem aðalmaður við brotthvarf Yngva, en hann er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Þorvarður Sveinsson, rekstrarstjóri, hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu.

Frá þessu greinir Sýn sjálft í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Þar er þess jafnframt getið að samhliða þessum mannabreytingum hafi skipuriti Sýnar verið breytt. Þannig munu verkefni, sem m.a. eru tengd „ferlaumbótum“ og hugbúnaðargerð, færast undir rekstrarsviðið sem fyrrnefndur Yngvi stýrir.

Í tilkynningunni er ferill hans rakinn. Er hann sagður hafa starfað frá byrjun árs 2018 sem meðeigandi hjá Alfa Framtak sem rekur framtakssjóðinn Umbreytingu. Frá árinu 2009 starfaði hann hjá Össur hf., síðast sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, verkefnastofu og ferlaumbótasviðs. Þar áður var Yngvi ráðgjafi og verkefnastjóri í innleiðingum viðskiptahugbúnaðar og sem sjóðsstjóri erlendra hlutabréfa hjá Landsbankanum.

Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningunni að hann þakki Þorvarði, fyrrverandi rekstrarstjóra, fyrir hans framlag til fyrirtækisins - um leið og hann býður Yngva velkominn til starfa. „Hann hefur setið í stjórn Sýnar og Vodafone síðan árið 2014. Með þessum breytingum er skerpt á rekstri en ekki síður á stafrænni framþróun innan fyrirtækisins sem mun nýtast viðskiptavinum í framtíðinni,“ segir Heiðar.


Vísir er í eigu Sýnar hf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
5,98
19
1.491.650
VIS
2,8
19
263.441
SIMINN
0,75
15
428.677
SJOVA
0,51
21
360.465
EIK
0,38
12
157.342

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-4,01
41
1.008.965
LEQ
-2,43
3
69.322
ICEAIR
-2,41
12
36.382
TM
-1,96
11
203.211
KVIKA
-1,94
7
168.078
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.