Björgólfur Thor á von á 30 milljarða arðgreiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson í Davos í upphafi árs 2018. Getty/Bloomberg Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna. Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna.
Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30