Golf

Fjögurra fugla dagur hjá Valdísi Þóru varð að litlu á erfiðum lokakafla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles
Valdís Þóra Jónsdóttir er í 56. sæti eftir fyrsta hringinn á á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar en það er Magical Kenya Ladies Open sem fer fram í Kenýa í Afríku.Valdís Þóra lék fyrstu átján holurnar á fjórum höggum yfir pari en það er óhætt að segja að fyrsti hringurinn hafi verið litríkur og þá sérstaklega seinni níu holurnar.Valdís Þóra byrjaði mjög vel, fékk tvo fugla á fyrri níu, og var þá á tveimur höggum undir pari. Hún var síðan komin þremur höggum undir pari eftir ellefu fyrstu holur dagsins.Síðustu sjö holurnar buðu aftur á móti upp á þrjá skramba og tvo skolla og Valdís Þóra tapaði þar sjö höggum.Valdís Þóra var fyrir mótið í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.  Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.