Golf

Fjögurra fugla dagur hjá Valdísi Þóru varð að litlu á erfiðum lokakafla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles

Valdís Þóra Jónsdóttir er í 56. sæti eftir fyrsta hringinn á á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar en það er Magical Kenya Ladies Open sem fer fram í Kenýa í Afríku.

Valdís Þóra lék fyrstu átján holurnar á fjórum höggum yfir pari en það er óhætt að segja að fyrsti hringurinn hafi verið litríkur og þá sérstaklega seinni níu holurnar.

Valdís Þóra byrjaði mjög vel, fékk tvo fugla á fyrri níu, og var þá á tveimur höggum undir pari. Hún var síðan komin þremur höggum undir pari eftir ellefu fyrstu holur dagsins.

Síðustu sjö holurnar buðu aftur á móti upp á þrjá skramba og tvo skolla og Valdís Þóra tapaði þar sjö höggum.

Valdís Þóra var fyrir mótið í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili.  Lokamótið eru því mikilvæg fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.