Körfubolti

Þetta var stærsta tap KR-inga í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon hefur spilað í tveimur stærstu tapleikjum KR og var spilandi þjálfari liðsins í öðru þeirra.
Helgi Már Magnússon hefur spilað í tveimur stærstu tapleikjum KR og var spilandi þjálfari liðsins í öðru þeirra. Vísir/Daníel

43 stiga tap KR-inga á móti Stjörnunni í Domino´s deild karla í síðustu viku var stærsta tap KR í efstu deild karla frá upphafi. Þeir „bættu“ gamla metið um tvö stig.

Ingi Þór Steinþórsson átti einu sinni metið yfir þann þjálfara sem hafði unnið KR með mestum mun í efstu deild en nú á hann metið yfir stærsta tap þjálfara KR í efstu deild.

KR-ingar bættu rúmlega sjö ára gamalt met þegar þeir töpuðu með 43 stigum í Garðabæ en gamla metið var 41 stigs tap á heimavelli 25. október 2012.

KR tapaði þá 63-104 á móti Snæfelli sem var þá undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar, núverandi þjálfara KR-liðsins.

Þrír leikmenn KR-liðsins í Stjörnuleiknum á dögunum voru einnig með í leiknum á móti Snæfelli. Þeir hafa allir tekið þátt í tveimur stærstu tapleikjum KR í efstu deild karla í körfubolta. Þetta eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Helgi Már Magnússon og Kristófer Acox.

Ágúst Angantýsson hjálpaði Stjörnunni að vinna þennan stórsigur á KR en hann lék með KR-liðinu í skellinum á móti Snæfelli fyrir sjö árum.

Þriðja stærsta tapið, sem átti metið í 25 ár, var 40 stiga tap KR-inga í Keflavík í ársbyrjun 1987. Guðjón Skúlason lék þá hundraðasta leik sinn fyrir Keflavík og var stigahæstur á vellinum með 24 stig.

Stærstu töp KR í efstu deild karla í körfubolta

43 stiga tap
2019 á móti Stjörnunni (67-110)

41 stigs tap
2012 á móti Snæfelli (63-104)

40 stiga tap
1987 á móti Keflavík (52-92)

38 stiga tap
1962 á móti ÍR (42-80)

37 stiga tap
1999 á móti Njarðvík (65-102)

36 stiga tap
1958 á móti ÍKF (24-60)

34 stiga tap
1992 á móti Val (79-113)

31 stigs tap
1988 á móti Keflavík (50-81)
1998 á móti Njarðvík (74-105)

30 stiga tap
1989 á móti Njarðvík (66-96)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.