Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:00 Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun