Handbolti

Þriðji sigur ÍBV sem færist nær úr­slita­keppnis­bar­áttu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ester skoraði sjö mörk í dag.
Ester skoraði sjö mörk í dag. vísir/ernir

ÍBV lyfti sér lengur frá fallsætinu í Olís-deild kvenna og nær úrslitakeppni er liðið vann fjögurra marka sigur á HK, 33-29, er liðin mættust í frestuðum leik í dag.

Leikurinn átti að fara fram í gær en leikmenn HK komust ekki til Eyja og því var leikurinn spilaður í dag.

Liðin héldust hönd í hönd fyrstu tíu mínúturnar en þá skildu leiðir. ÍBV náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik en var þó bara einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

ÍBV var svo með forystuna fyrstu fimmtán mínúturnar í síðari hálfleik en HK náði að jafna metin er stundarfjórðungur voru eftir.

Eyjastúlkur voru hins vegar sterkari á síðasta stundarfjórðungnum og höfðu sigurinn mikilvæga að lokum.

Ester Óskarsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Ásta Björt Júlíusdóttir gerðu allar sjö mörk fyrir ÍBV en Darija Zecevic átti góðan leik í markinu með 35% markvörslu.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var í sérflokki í liði HK en hún skoraði níu mörk. Ágústa Huld Gunnarsdóttir og Sigríður Hauksdóttir gerðu fimm hvor en Sara Sif Helgadóttir náði sér ekki á strik í markinu.

ÍBV er í næst neðsta sætinu með sjö stig en HK er í 4. sætinu með tíu stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.