Fótbolti

England og Ítalía mætast á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini.
Roberto Mancini. Getty/Simon Hofmann

Englendingar ætla að undirbúa sig fyrir EM næsta sumar með því að fá Ítali í heimsókn á Wembley leikvanginn í mars.

Ítalir komust líka á EM 2020 eins og enska landsliðið en Ítalir unnu alla tíu leikina í undankeppninni og það með markatölunni 37-4. Englendingar unnu sjö af átta leikjum í sínum riðli.

Leikurinn á Wembley fer fram 27. mars og verður fyrstu af fjórum undirbúningsleikjum enska landsliðsins fyrir Evrópumótið.



Þjálfari ítalska landsliðsins, Roberto Mancini, þekkir enska boltann vel því hann gerði Manchester City meðal annars að enskum meisturum árið 2012 og City vann enska bikarinn undir hans stjórn árið áður.

Danir koma í heimsókn á Wembley 31. mars, England spilar við Austurríki í Vín 2. júní og mæta svo Rúmenum á heimavelli 7. júní.

Þetta verður 28. leikur Ítala og Englendinga og sá fyrsti síðan þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli á Wembley árið 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×