Handbolti

Níu ís­­lensk mörk í fimmta deildar­­sigri Kristian­stad í röð og Aron Dagur á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Kristianstad heldur áfram sínu góða skriði í sænska handboltanum en í kvöld unnu þeir fjögurra marka sigur á Malmö, 22-18.

Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleiknum. Heimamenn í Malmö voru 8-7 yfir í hálfleik en í síðari hálfleik gengu gestirnir á lagið og unnu að lokum.

Ólafur Guðmundsson gerði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson fjögur en með sigrinum er Kristianstad í 4. sæti deildarinnar með 22 stig.

Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark er Alingsås vann fimmtán marka sigur á Eskilstuna, 34-29, eftir að hafa verið 19-15 yfir í hálfleik.

Alingsås er á toppi deildarinnar með 30 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.