Handbolti

Níu ís­­lensk mörk í fimmta deildar­­sigri Kristian­stad í röð og Aron Dagur á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Kristianstad heldur áfram sínu góða skriði í sænska handboltanum en í kvöld unnu þeir fjögurra marka sigur á Malmö, 22-18.Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleiknum. Heimamenn í Malmö voru 8-7 yfir í hálfleik en í síðari hálfleik gengu gestirnir á lagið og unnu að lokum.Ólafur Guðmundsson gerði fimm mörk og Teitur Örn Einarsson fjögur en með sigrinum er Kristianstad í 4. sæti deildarinnar með 22 stig.Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark er Alingsås vann fimmtán marka sigur á Eskilstuna, 34-29, eftir að hafa verið 19-15 yfir í hálfleik.Alingsås er á toppi deildarinnar með 30 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.