Handbolti

Gunnar Steinn og Rúnar heitir í dramatísku jafn­tefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í kvöld.
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg er í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir jafntefli gegn á TTH Holstebro á útivelli, 27-27.

Heimamenn í Holstebro voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru 16-11 yfir er liði gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina frá Ribe og Esbjerg. Þeir gengu á lagið og náðu að jafna metin. Eftir dramatískar lokasekúndur varð niðurstaðan jafnefli, 27-27.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði sjö mörk úr tíu skotum, Rúnar Kárason fimm úr tíu skotum en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.

 

Ribe-Esbjerg er í 4. sæti deildarinnar með átján stig en annað Íslendingalið, Skjern, er sæti ofar með nítján.

Annað Íslendingalið, KIF Kolding, tapaði 35-29 gegn Skanderborg á heimavelli. Hvorki Ólafur Gústafsson né Árni Bragi Eyjólfsson komust á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×