Handbolti

Gunnar Steinn og Rúnar heitir í dramatísku jafn­tefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í kvöld.
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg er í 4. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir jafntefli gegn á TTH Holstebro á útivelli, 27-27.

Heimamenn í Holstebro voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru 16-11 yfir er liði gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina frá Ribe og Esbjerg. Þeir gengu á lagið og náðu að jafna metin. Eftir dramatískar lokasekúndur varð niðurstaðan jafnefli, 27-27.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði sjö mörk úr tíu skotum, Rúnar Kárason fimm úr tíu skotum en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.
 
Ribe-Esbjerg er í 4. sæti deildarinnar með átján stig en annað Íslendingalið, Skjern, er sæti ofar með nítján.

Annað Íslendingalið, KIF Kolding, tapaði 35-29 gegn Skanderborg á heimavelli. Hvorki Ólafur Gústafsson né Árni Bragi Eyjólfsson komust á blað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.