Aukin framleiðni í heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar 20. nóvember 2019 16:30 Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra meðal annars að leita verði bestu leiða til þess að auka framleiðni í heilbrigðisþjónustu, og áréttar að aukin framleiðni verði að vera í algjörum forgangi til þess að geta staðið undir auknum kröfum til kerfisins. Sjúkraliðafélag Íslands bendir á að auka megi framleiðni með því að stytta vinnuvikuna. Þegar fjallað er um styttingu vinnuvikunnar sem hluta af hagrænum rekstri er gjarnan dregin upp mynd sem sýnir meðaltal unninna vinnustunda og verga landsframleiðslu (GDP). Framleiðnin lýsir þannig hlutfalli á milli fjölda starfsmanna / vinnustunda og hversu vel vinnuaflið er nýtt til framleiðslu eða þjónustu. Með þessari nálgun er einungis tekið mið af magnbundnum þáttum sem sýnir til dæmis að styttri innlögn á sjúkrahús leiði til aukinnar framleiðni í rekstri. Þessi nálgun segir hins vegar ekki alla söguna þar sem ekki er gert ráð fyrir gæðum þjónustunnar sem er lykilþáttur í mati á framleiðni vinnuafls í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk sem vinnur við hjúkrun eru í raun burðarvirki heilbrigðisþjónustunnar. Sjúkraliðar gegna þar lykilhlutverki, og er um 98% þeirra konur. Þá eru um 90% sjúkraliða sem vinna í vaktavinnu, en rannsóknir sýna að vaktavinna er sérstakur áhættuþáttur varðandi alvarleg veikindi, sem brýnt er að taka tillit til við skipulag á vinnutíma. Auk þess er heilbrigðisstarfsfólk útsettara fyrir veikindum og þá sérstaklega sjúkraliðar sem sinna nærhjúkrun. Þá má geta þess hér að dæmi er um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum aðeins til boða að vinna hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að fullt starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er því ekki að ástæðulausu að stytting vinnuvikunnar er helsta baráttumál sjúkraliða, og að vinnuvikan fari í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar. Misjafnt er eftir starfsemi stofnana hvernig best á að útfæra vinnufyrirkomulag sem leiðir til meiri framleiðni. Nokkuð einfalt er að hagræði í rekstri og ná betri framleiðni þar sem vaktafyrirkomulag starfsfólksins er í samræmi við vinnuvélar sem eru nýttar allan sólahringinn. Önnur lögmál gilda hins vegar þar sem vinnustundir miðast við opnunartíma stofnana og markmið starfseminnar eru ekki mæld í krónum, eins og í heilbrigðisþjónustunni. Rannsóknir sýna að langar vaktir og þegar vinnuvika starfsfólks fer yfir ákveðin mörk safnast upp þreyta sem skilar sér í slakari einbeitingu. Þannig aukast líkur á að fólk gerir mistök sem kemur niður á rekstrinum. Auk þess sem starfsálagið brýst fram í verra heilsufari starfsmanna þannig að veikindatíðnin vex og framleiðnin minnkar. Í þessu sambandi er ástæða til að benda sérstaklega á að veikindatíðni sjúkraliða, sem störfuðu á Landspítalanum á árinu 2018 reyndist um 11%, til samanburðar reyndist veikindatíðni annarra starfsstétta spítalans vera að meðaltali um 6%. Sjúkraliðar vilja að kjarasamningur skili þeim og samfélaginu raunverulegum ávinningi, sem fellst í betri starfskjörum og möguleikum um fullt starf án þess að gjalda fyrir það með minnkandi starfsþreki og fjölskyldulífi. Þannig stöndum við betur undir auknum kröfum heilbrigðiskerfisins og bætum framleiðni heilbrigðisþjónustunnar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar